Strandir.is er frétta- og upplýsingavefur Stranda. Helsta markmið miðilsins er að auðvelda aðgengi að upplýsingum um þjónustu á svæðinu og að fjalla um málefni tengd Ströndum. Miðlinum er ætlað að efla innviði og samstöðu Stranda sem og að skapa vettvang til að ræða málefni tengd svæðinu.
Strandir.is er ein af afurðum byggðaþróunarverkefnisins Brothættar byggðir, á vegum Byggðastofnunar en Strandabyggð og Árneshreppur eru þátttakendur í verkefninu. Það var á fyrsta íbúafundi Strandabyggðar í tengslum við verkefnið sem hugmynd um sameiginlegan vef fyrir svæðið kom upp. Sótt var um styrk í Öndvegissjóð Brothættra byggða og fékk verkefnið myndarlegan styrk sem gerði það kleift að ráðast í þetta framtak.
Ákveðið var að endurvekja lénið strandir.is sem hafði legið í dvala í nokkur ár en það var þjóðfræðingurinn Jón Jónsson sem stofnaði héraðsfréttavef á því léni árið 2004 og flutti þar fréttir og mannlífsmyndir af svæðinu til fjölda ára.
Strandir.is er vefmiðill sem mun leitast við að fjalla um málefni á hlutlausan hátt. Við erum ekki hafin yfir gagnrýni og tökum fagnandi á móti öllum athugasemdum og ábendingum. Hægt er að hafa samband við okkur á netfangið strandir@strandir.is
Ritstýra strandir.is er Silja Ástudóttir (silja@strandir.is)
Í ritstjórn er einnig Ásta Þórisdóttir.
Sýslið verkstöð á og rekur vefinn strandir.is.
Sýslið verkstöð ehf.
Hafnarbraut 2, 510 Hólmavík
Kt. 430620-1690
S: 830 3888
Cookie | Duration | Description |
---|---|---|
cookielawinfo-checbox-analytics | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Analytics". |
cookielawinfo-checbox-functional | 11 months | The cookie is set by GDPR cookie consent to record the user consent for the cookies in the category "Functional". |
cookielawinfo-checbox-others | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Other. |
cookielawinfo-checkbox-necessary | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookies is used to store the user consent for the cookies in the category "Necessary". |
cookielawinfo-checkbox-performance | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Performance". |
viewed_cookie_policy | 11 months | The cookie is set by the GDPR Cookie Consent plugin and is used to store whether or not user has consented to the use of cookies. It does not store any personal data. |