Heim > Svæði & saga > Strandmenning
Lífið á Ströndum hefur í gegnum tíðina verið mótað af ströndinni sem svæðið er nefnt eftir, enda búa flestir íbúar svæðisins við ströndina. Frá ströndinni hefur Strandafólk sótt mikil verðmæti í hafið. Þegar hvað mest var um rekavið á Íslandi var hann helst að finna á Ströndum og hefur verið þónokkur búbót af honum. Enn er rekaviðurinn nýttur og m.a. er Minja- og handverkshúsið Kört í Trékyllisvík byggt úr rekaviði.
Það má greina mikilvægi strandmenningar í öllum sveitarfélagamerkjum svæðisins. Rekaviðurinn er viðfangsefnið í auðkennismerki Kaldrananeshrepps, skipsstafn og sjór í merki Strandabyggðar og hákarl í merki Árneshrepps.
Hákarlaveiðar voru enda stundaðar á svæðinu lengi og myndaðist m.a. þorp í kringum hákarlaveiðar á Gjögri um aldamótin 1900, en þar var þekkt verstöð. Hákarlalýsið var brætt og flutt úr landi. Svo mikil og mikilvæg voru þessi viðskipti að verslunarhöfnin í Kúvíkum í Reykjarfirði var um tíma kölluð lýsishöfn. Við þessar veiðar voru mest notaðir opnir árabátar, framanaf einungis sexæringar, svo einhverjir áttæringar og að endingu fáeinir teinæringar.
Hvalveiðar voru einnig stundaðar á svæðinu allt frá 17. öld, þegar baskneskir hvalveiðimenn komu á svæðið, en þá hafði hvalur horfið af hefðbundnum veiðisvæðum þeirra við Nýfundnaland og fært sig norðar. Hákarlaveiðarnar lögðust að mestu af í kringum aldamótin 1900, en skömmu síðar, árið 1917, urðu ákveðin kaflaskil varðandi nýtingu gjafa hafsins, þegar Elías Stefánsson setti á fót síldarsöltunarstöð í Djúpavík og fyrsta síldarævintýrið hófst á Ströndum. Þá risu fleiri söltunarstöðvar, og voru á þessum árum reknar 4-5 stöðvar til viðbótar við þá í Djúpavík, m.a. a Eyri við Ingólfsfjörð. Fyrsta síldarævintýrið stóð fram til kreppunnar miklu árið 1919, en seinna síldarævintýrið stóð frá 1934 til 1954. Stærsta síldarverksmiðja landsins – og raunar stærsta steinsteypta bygging á Íslandi á þeim tíma – reis þá í Djúpavík á örskömmum tíma, en hún er 90 metra löng á þremur hæðum. Íbúum fjölgaði mjög í báðum þessum „síldarævintýrum“. Í dag er í verksmiðjunni gömlu sögusýning, auk þess sem þar hafa farið fram menningarviðburðir. Þar hafa verið sett upp leikrit, böll haldin og fjölmargir tónleikar, þ.á.m. tónleikar Sigur Rósar árið 2006.
Cookie | Duration | Description |
---|---|---|
cookielawinfo-checbox-analytics | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Analytics". |
cookielawinfo-checbox-functional | 11 months | The cookie is set by GDPR cookie consent to record the user consent for the cookies in the category "Functional". |
cookielawinfo-checbox-others | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Other. |
cookielawinfo-checkbox-necessary | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookies is used to store the user consent for the cookies in the category "Necessary". |
cookielawinfo-checkbox-performance | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Performance". |
viewed_cookie_policy | 11 months | The cookie is set by the GDPR Cookie Consent plugin and is used to store whether or not user has consented to the use of cookies. It does not store any personal data. |