Landbúnaður

Í gegnum aldirnar hefur afkoma bænda á Ströndum að mestu leyti byggst á sauðfjárbúskap, þótt hlunnindi og sjósókn hafi einnig haft talsverða þýðingu.
Raunar má segja að svæðið hafi skipst svolítið í tvennt, þar sem meiri áhersla var á sauðfjárrækt í syðri hlutanum en á hlunnindi eins og rekavið, selaveiðar og æðardúnstekju í þeim nyrðri. Skýrist það e.t.v. helst af því að því sunnar sem komið er því betra er beitarlandið.

Strandafé

Fé af ströndum hefur alltaf þótt með því vænsta á landinu. Svæðið er eitt af fáum svæðum á landinu sem líflambasala er leyfð á, sökum þess að það er laust við landlæga smitsjúkdóma. Í Sauðfjársetri á Ströndum er haldið utan um sögu sauðfjárbúskapar á svæðinu, auk þess sem þar er minjagripabúð og kaffistofan Kaffi Kind. 

Lamb. Mynd: SÁ