Svæði & saga

Strandir ná yfir stórt svæði og var hin gamla Strandasýsla lengsta sýsla landsins. Svæðið er um margt sérstakt fyrir ýmsar sakir. Strandmenningin spilar stórt hlutverk í sögunni, sjósókn, bátasmíði, rekanytjar og þróun á sérstæðri matarmenningu eins og verkun grásleppuhrogna og hákarls eru fyrirferðarmikil. Svæðið hefur þótt gott til sauðfjárræktar og eru bændur á svæðinu stoltir af gæðum og hreinleika afurða sinna. Þjóðtrú og galdrar eru hluti af daglegu lífi Strandafólks, bæði í landinu sjálfu með örnefnum og náttúruvættum en líka í menningunni sem nýtir sögurnar í ýmiss konar listsköpun og rannsóknir á þessum magnaða þjóðararfi.