Urðartindur

Árneshreppur

Urðartindur er fjölskyldurekin gistiaðstaða fjarri ysi og þysi í einstaklega fallegu umhverfi Norðurfjarðar. Boðið er upp á gistingu í herbergjum með baði og sumarhúsum, ásamt tjaldstæði.

Smáhýsi

Urðartindur býður upp á tvö nýbyggð 25 m² sumarhús með svefnaðstöðu fyrir 2-4 (hjónaherbergi og svefnsófi í stofu).
Í hverju húsi er eldhúsborð og fjórir stólar, stofa með tveggja manna svefnsófa og eldurnaraðstaða.
Einnig baðherbergi með sturtu. Heitt og kalt rennandi vatn.
Hverju húsi fylgir grill og borð og stólar á veröndinni – tilvalið að sitja þar og njóta útsýnisins.

Hlöðuloft

Það eru fjögur herbergi á gamla hlöðuloftinu. Hvert herbergi hefur eigið baðherbergi með sturtu, tvöfalt rúm, borð og stóla, ísskáp og hraðsuðuketil.
Á svölunum eru borð og stólar fyrir hvert herbergi.

Nágrenni

Sveitin er afskekkt, en yfir sumartímann er veitingastaðurinn Kaffi Norðurfjörður opinn. Hann er í um 1 km fjarlægð frá Urðartindi.

Krossneslaug er aðeins um 3 km frá Norðurfirði. Það er ómissandi partur af ferðalaginu að koma við í Krossneslaug.

Auk sundlaugarinnar og veitingastaðarins eru gönguleiðir og vinsæl sandfjara í nágrenninu. Flest koma þó til þess að njóta kyrrðarinnar og náttúrfegurðarinnar.

Opnunartími:

Opið allt árið

843 8110
urdartindur@urdartindur.is

Facebook

Instagram

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is