Tjaldsvæðið á Drangsnesi

Kaldrananeshreppur

Á Drangsnesi er tjaldsvæði staðsett efst í bænum, hjá samkomuhúsi og íþróttavelli bæjarins. Mjög fallegt útsýni er af tjaldstæðinu. Á svæðinu er ærslabelgur og frisbígolfvöllur.

Góð hreinlætisaðstaða og sturtur eru á svæðinu sem og þvottavél og þurrkari. Einnig er kolagrill. Hægt er að fá samkomuhúsið leigt en þar er góður salur fyrir 120 manns í sæti. Kjörið fyrir ættarmót. Ef stærri hópar en 4-5 einingar óska eftir að nýta sér aðstöðuna á Drangsnesi þarf að hafa samband við umsjónaraðila og athuga með laust pláss.

Tjaldsvæðið er fyrst og fremst fjölskyldusvæði og því eru ferðalangar beðnir um að takmarka akstur um svæðið og sýna öðrum tillitssemi.

Góðar gönguleiðir eru í nágrenni við Drangsnes, t.d merkt gönguleið á Bæjarfell sem er í 345m hæð yfir sjó og þaðan er mjög víðsýnt yfir Húnaflóa og norður Strandir. Skemmtilegar fjörur eru skammt undan sem er ævintýri fyrir unga sem gamla. Verslun er á Drangsnesi ásamt veitingasölu. Afþreying er í boði t.d. ferðir út í Grímsey en þar er náttúruparadís. Mikið fuglalíf og er lundinn þar í þúsunda tali. Boðið er uppá siglingu og sjóstöng.

Á Drangsnesi er sundlaug og heitur pottur við hana ásamt barnalaug, gufubaði og líkamsrækt. Sundlaugin er alla jafna vel nýtt af gestum. Einnig eru hinir margrómuðu heitu pottar í fjörunni, um 300m frá tjaldsvæðinu. Þar er einnig góð hreinlætisaðstaða og sturtur.

Opnunartími:

15. maí til 30. september

drangur@drangsnes.is

Facebook

Instagram

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is