Steinshús

Strandabyggð

Steinshús er safn og fræðamannasetur til minningar um skáldið Stein Steinarr en þar eru einnig gestaíbúðir til leigu og notalegt kaffihús þar sem haldnir eru ýmisir menningarviðburðir á sumrin. Steinshús er staðsett á Nauteyri við sunnanvert Ísafjarðardjúp og er opið yfir sumartímann.

Kaffihúsið býður nær engöngu upp á heimabakað.
Þar ber að telja upp brauð með birkireyktum regnboga silung frá Tálknafirði og brauð með egg, síld og pikkluðum rauðlauk. Matarmiklar súpur: heimalöguð kjúklingasúpa með tómötum og baunum og borin fram með brauði og flögum og einnnig sveppasúpa með heimabökuðu brauði. Einnig er hægt að fá eðal baunakaffi frá Te og Kaffi, heitt súkkulaði með rjóma, gos og íspinna.

Gestaíbúðir til leigu
1. Lítil og kósý íbúð sem rúmar 4 í gistingu. Afstúkað rými með hjónarúmi og svo stór og góður svefnsófi. Uppábúin rúm.
2. Lítið bjálkahús fyrir tvo. Salerni og vaskur (ekki sturta). Nett eldhús með 2 hellum og ísskáp. Einstaklega huggulegur áfangastaður.

Opnunartími:

Opið kl. 10-20 alla daga vikunnar frá 3. júní til 1. september 2021.

6592737
abbahrafns@gmail.com

Instagram

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is