Kaffihúsið Kaffi Kind er í Sauðfjársetrinu sem er staðsett í félagsheimilinu Sævangi 12 km sunnan við Hólmavík við veg nr. 68. Lítið og heimilislegt kaffihús, þar sem allt er bakað á staðnum. Þar er í boði gæðakaffi, kökur, súpur o.fl. ásamt sér matseðlum fyrir hópa í bæði mat og kaffi (það þarf að panta fyrirfram). Kaffi Kind stendur fyrir veglegum kaffihlaðborðum reglulega yfir sumartímann, þau eru oftast tengd atburðum á vegum Sauðfjársetursins. Þar er einnig sölubúð með handverki og minjagripum.
Sauðfjársetrið er einnig í félagsheimilinu Sævangi, það er skemmtilegt safn með fjölbreytta afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Munir sem tengjast sauðfjárbúskap fyrr og nú eru þungamiðja sýningarinnar. Aðal sýning Sauðfjársetursins er sýningin, Sauðfé og sveitafólk á Ströndum en að jafnaði eru einnig þrjár minni sýningar uppi á Sauðfjársetrinu.
Auðsótt er að leigja aðstöðuna fyrir hvers kyns fundi, veislur, námskeið eða aðrar samkomur.