Hótel Laugarhóll er heimilislegt, sveitahótel í gróðursælum dal á Ströndum, miðja vegu milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Boðið er upp á gistingu í eins, tveggja og þriggja manna herbergjum, með eða án sér baðs. Einnig er tekið á móti hópum, allt að 40 manns í uppbúin rúm. Á Laugarhóli er að finna notalega setustofu með nettengingu, veitingastað, íþróttasal og gallerí, sundlaug og heitan pott. Skammt frá hótelinu er tjaldsvæði með volgu vatni og salernum.
Utan háannatíma hentar staðurinn einstaklega vel til funda-, námskeiða- og ráðstefnuhalds og ekki síður sem æfingabúðir fyrir kóra, jóga-, leik- og íþróttahópa, björgunarsveitir eða gönguskíðagarpa,
Afþreying
Við hótelið stendur Gvendarlaug hins góða, ylvolg 25m sundlaug, með náttúrulegu heitu vatni (37°C) og náttúrulegur heitur pottur (41°C), vinsæll viðkomustaður hjá lúnum ferðalöngum. Einnig er það Kotbýli Kuklarans. Í næsta nágrenni eru fjölbreyttar og fallegar gönguleiðir, hvalaskoðun, hestaleiga, sjóstangveiði og lundaskoðun, ósnert og víða stórbrotin náttúra og ævintýralegar rekafjörur sem eru eitt helsta tákn Strandasýslu.
Veitingastaður
Boðið er uppá veitingar í björtum og notalegum borðsal með útsýni yfir sveitina. Þar má gæða sér á bragðgóðum, heimilislegum mat úr héraði í bland við framandi rétti. Á boðstólum er að jafnaði ferskt sjávarfang, heimalagaðar súpur og nýbakað brauð, ásamt grænu salati og kryddjurtum úr garðinum, að ógleymdum girnilegum eftirréttum.
Nágrannabæir og bensínstöðvar: Drangsnes 18 km, Hólmavík 25 km.