Finna Hótel

Strandabyggð

Finna Hótel er staðsett í hjarta Hólmavíkur með fallegu útsýni yfir Steingrímsfjörðinn og gamla bæinn. Hólmavík er lítið sjávarþorp við Steingrímsfjörð á Vestfjörðum með mikla möguleika fyrir ferðafólk og stutt í marga áhugaverða staði og stórfenglega náttúru.

Hótelið er með 14 rúmgóð og falleg herbergi á þremur hæðum. Í boði eru herbergi með sér baðherbergi og herbergi með vöskum en sameiginlegum baðherbergjum. Flest herbergin eru með glæsilegt útsýni út á Steingrímsfjörð.

Á fyrstu hæð hótelsins er móttakan og morgunverðarrýmið, svæðið býður gestum upp á huggulega stund hvort sem er inni við eða fyrir utan á veröndinni ef vel viðrar.

Opnunartími:

Opið allt árið

Sími: 451 3136 – 856 1911
finnahotel@simnet.is

Instagram

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is