Um Sigvalda Kaldalóns: „Var stemningsmaður gríðarlegur“

Skrifað af:

Kristín Einarsdóttir

Læknisbústaðurinn, Kópnesbraut 7. Mynd: Jón Jónsson

Sigvaldi Kaldalóns var læknir á Snæfjallaströnd í ellefu ár frá árinu 1910, hann bjó á bænum Ármúla sem er í næsta nágrenni við Kaldalón þar sem náttúrufegurð er einstök og svo heillaði þetta svæði Sigvalda að hann tók sér ættarnafnið Kaldalóns. Síðustu helgi júlímánaðar í sumar var svo haldin Kaldalónshátíð í Dalbæ á Snæfjallaströnd. Þar voru flutt erindi um ævi og störf Sigvalda og leikin og sungin nokkur af lögum hans. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti meðal annars Gunnlaug A. Jónsson, barnabarn Sigvalda, sem var einn þeirra sem flutti erindi á hátíðinni. Í upphafi viðtalsins heyrum við örstutt brot úr söng Hallveigar Rúnarsdóttur sópran og Hrönn Þráinsdóttir leikur á píanó.

Í sýningarskrá sýningar um Sigvalda Kaldalóns í Landsbókasafninu segir eftirfarandi: „Þau Sigvaldi Kaldalóns og eiginkona hans Karen Margrethe Mengel-Thomsen lögðu af stað til Hólmavíkur þann 16. Nóvember 1909. Þar eignuðust þau fyrsta barn sitt, Snæbjörn Stefáns, er fæddist þann 21. febrúar 1910. Læknisbústaðurinn var á Kópnesbraut 7, húsi sem byggt var árið 1903 af Guðmundi Scheving Bjarnasyni. Um veturinn 1910 fékk Sigvaldi veitingu fyrir Nauteyrarhéraði og fluttust þau að Ármúla um vorið.“

Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur á Ströndum hefur umsjón með innslögum í Mannlega þáttinn á Rás 1.
Í þessum innslögum hefur hún tekið hátt í þriðja hundrað viðtöl við Strandafólk um ýmis efni, allt frá vangaveltum um kynlíf bænda fyrr á öldum, hestamennsku, hundatamningu, músahræðslu og margt fleira.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Þorgeir Pálsson ritari í stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða fer yfir stöðuna hvernig ferðasumarið 2021 var á Ströndum.
Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur flutti á Strandir frá Reykjavík og hefur fundið flestum áhugamálum sínum farveg í Hveravík þar sem hún býr.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.

Aðrar fréttir

Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.
Ekki var hægt að halda aðalfund í Leikfélagi Hólmavíkur vegna manneklu. Stjórnin biðlar til íbúa að taka höndum saman og mæta á aðalfund eftir viku.