Gleðilegt sumar kæru Strandamenn!

Skrifað af:

Bjarni Jónsson

Bjarni Jónsson
Bjarni Jónsson. Mynd: aðsend.

Gleðilegt sumar kæru Strandamenn!

Að fornu voru aðeins tvær árstíðir – sumar og vetur sem skiptu árinu á milli sín. Og já – nú er komið að þeim helmingi sem sumar þekur. Í dag er sumardagurinn fyrsti. Þá var einnig forn siður að skiptast á gjöfum. 

Sumardagurinn fyrsti hefur alltaf verið helsti hátíðisdagurinn minn. Og já – sama hvernig viðrar. Fyrir mér er sumarið komið – tími vonar og nýs upphafs.  

Það er því á þessum degi sem ég býð mig fram til forystu hjá VG í norðvesturkjördæmi í prófkjöri sem hefst nú á miðnætti á vg.is. Fyrir mig ber því þessi dagur með sér von. Og já – vonandi nýtt upphaf. 

Ég er keppnismaður að eðlisfari – ég sé fyrir mér ótal tækifæri fyrir hinar dreifðu byggðir Íslands. Ég trúi á nýtt upphaf – nú þegar farsóttartímanum lýkur í sumar. Og já – ég þarf þinn stuðning til þess að koma hugmyndum mínum í verk.  

Ég vil starfa öllu kjördæminu til heilla.

Með sumarkveðjum,

Bjarni Jónsson

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Útsýnið frá Malarhorni er einstakt: þar sést perla fjarðarins, Grímsey. Þaðan er hægt að fara í eyjuna, skoða lunda og fara á sjóstöng.
Nábrókin er smáhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina í Trékyllisvík í Árneshreppi. Mýrarbolti og fjárhústónleikar.
Kaldalónstónleikar og útgáfuhóf bókarinnar Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd um verslunarmannahelgina.
Starfsfólk Strandabyggðar er nú margt komið í sumarfrí eins og margur landinn. Hér er hægt að sjá sumarlokanir stofnana sveitarfélagsins.
Í gær voru veittar auknar strandveiðiheimildir sem þýðir að tryggt er að kvótinn klárist ekki á tímabilinu en sumarið hefur verið ótíðasamt.
Sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Á fimmtudag kl. 20, verður rölt um Tungugröf á Ströndum. Öll eru hjartanlega velkomin.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up