Stöðugleikinn og Titanic

Skrifað af:

Sigurður Hreinsson

Sigurður Hreinsson, bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ og 3. á lista Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi. Mynd: Aðsend

Á hátíðar og tillidögum fáum við að heyra að við séum öll á sama bát. Jú og þegar auka þarf byrgðarnar á okkur almenningi. En er það svo, erum við öll á sama báti og hvernig fleyta er það þá? Eina raunhæfa samlíkingin sem ég fæ séð, er Titanic eftir að hann lenti á ísjakanum.

Hægt en örugglega sígur skipið tommu fyrri tommu, neðar í hafflötinn. Fólkið á neðstu farrýmunum, kyrfilega læst á sinni hæð í samfélagsstiganum drukknar eitt af öðru á sama tíma og yfirstéttin situr enn við hlaðborðið. Og þannig tikkar tíminn, í fullkomnum stöðugleika sígur skipið neðar og neðar, hafið gleypir fleiri og fleiri hæðir af lægri farrýmunum með húð og hári á meðan elítan spilar fjárhættuspil á efstu hæðunum.

Grátlegt er að þessi lýsing á vel við íslenskt samfélag í dag. Aldraðir, öryrkjar og lægst launuðu stéttirnar eru bókstaflega að drukkna! Endalausar lýsingar og sögur hafa verið að birtast undanfarið um að stórir hópar samfélagsins eigi ekki fyrir mat út mánuðinn, geta ekki leyft sér að leita meina sinna bót hjá lækni eða leysa út lífsnauðsynleg lyf. Græðgisvæðing húsnæðismarkaðins býr til fjölda dæma um fólk sem neyðist til að búa í iðnaðarhúsnæði, hjólhýsi eða bílum sínum, því annars færu öll mánaðarlaunin í húsaleigu.

Og við eigum að horfa fram hjá þessu, af því að hann Steini er að græða svo rosa mikið. Já eða hann Árni sem keypti hlutabréf fyrir 20 þúsund og seldi þau aftur fyrir 456 milljónir, á sama ári. Og ekki megum við trufla þá við að græða, með því að heimta að þeir borgi til samfélagsins sanngjarnan skerf eins og við hin, almúginn. 

En góðu fréttirnar eru að þetta þarf ekki að vera svona, við getum vel breytt þessu. Við getum skapað á Íslandi stórkostlegt samfélag. Samfélag þar sem allir geta fengið að njóta fullra mannréttinda og lifað í reisn. 

Grípum tækifærið í alþingiskosningunum 25. september og veljum betra samfélag. Ekki vera á Titanic.

Setjum X við J.

Sigurður Hreinsson

Bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ og 3. maður á lista Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Þorgeir Pálsson ritari í stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða fer yfir stöðuna hvernig ferðasumarið 2021 var á Ströndum.
Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur flutti á Strandir frá Reykjavík og hefur fundið flestum áhugamálum sínum farveg í Hveravík þar sem hún býr.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.

Aðrar fréttir

Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.
Ekki var hægt að halda aðalfund í Leikfélagi Hólmavíkur vegna manneklu. Stjórnin biðlar til íbúa að taka höndum saman og mæta á aðalfund eftir viku.