Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur hefur rannsakað selveiðar við Ísland og leitað fanga í ýmsum heimildum. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Vilhelm á selaslóðum eða á Hvammstanga þar sem einmitt selasetrið er til húsa.
Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur á Ströndum hefur umsjón með innslögum í Mannlega þáttinn á Rás 1.
Í þessum innslögum hefur hún tekið hátt í þriðja hundrað viðtöl við Strandafólk um ýmis efni, allt frá vangaveltum um kynlíf bænda fyrr á öldum, hestamennsku, hundatamningu, músahræðslu og margt fleira.