Setjum Hamingjudaga í dagatalið

Skrifað af:

Guðbjörg Guðmundsdóttir

Hamingjudagar Hólmavík
Hamingjudagar á Hólmavík 2013. Mynd: Hamingjudagar FB

Það þarf mikið til að Hamingjudagar á Hólmavík séu ekki haldnir og það verður engin undantekning á því í ár. Hamingjudagar, sem hafa verið haldnir á Hólmavík síðan árið 2005, verða í ár dagana 25.-27. júní.

Mikilvægt að minna á hamingjuna

Esther Ösp Valdimarsdóttir er tómstundafulltrúi og verkefnastjóri hátíðarinnar: „Við förum að sjálfsögðu eftir öllum sóttvarnarreglum en höldum hátíðina sama hvað, enda sjaldan mikilvægara að minna á hamingjuna en í heimsfaraldri. Ég hvet alla til að koma með tillögur að viðburðum, til dæmis með því að senda póst á tomstundafulltrui@strandabyggd.is.“

Heimilislegir og huggulegir í fyrra

Faraldurinn setti svip sinn á hátíðina í fyrra og núna má búast við því að viðburðir verði ekki til þess fallnir að safna of miklum fjölda saman. „Líklega verður ekki mikið um að mat sé deilt. Ef ekki verður hægt að halda kökuhlaðborð verður kannski rafræn kökukeppni, hver veit, það má allt leysa!“ Að sögn Estherar voru Hamingjudagar í fyrra heimilislegir og huggulegir, haldnir á milli bylgna í COVID – en samt var farið að öllu með gát.

Eins og segir á vef Hamingjudaga er tilgangurinn með viðburðinum tvíþættur. Annars vegar er hátíðin átthagamót fyrir brottflutta Strandamenn og Hólmvíkinga, vettvangur til að hittast og eiga góða stund á heimaslóð. Hinn megintilgangurinn með hátíðinni er að sem flestir taki þátt í hátíðinni með sínum hætti á sínum forsendum. Með virkri þátttöku í hátíðinni hjálpa menn til við að uppfylla meginmarkmið hennar sem er að hver einasti íbúi í Strandabyggð ásamt gestum hátíðarinnar finni fyrir innri hamingju, hugarró, gleði og kærleika í hverju skrefi.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Strandir.is opnaði í dag nýja vefverslun, Kvaka. Kvaka selur hönnun og handverk, þar sem ýmist hönnuðirnir og/eða hráefnið er af Ströndum.
17. júní á Ströndum verður líklega frekar svalur en það mun ekki aftra fóllki frá að skreppa af bæ. Hér er dagskrá þjóðhátíðardagsins.
Listi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi var samþykktur í gær. Í 9. sæti listans er öflug Strandakona.
Auglýst er eftir umsóknum í Lóuna, menningarverðlaun Strandabyggðar. Frestur til tilnefninga hefur verið framlengdur til hádegis 14. júní.
Norðanátt í maí og þurrkar en blóm að blómstra og vorverkin að hefjast. Heygarðshornið fjallar um málefni líðandi stundar í bændasamfélaginu.
Tvö ný bistro opnuðu sama dag á Hólmavík. Bistro 510 sem er staðsett í söluvagni við tjaldsvæðið og Bistro Gistihúss Hólmavíkur.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up