Safnar upplýsingum um handverksmenn á Ströndum áður fyrr

Skrifað af:

Jón Hjartarson

Eldsmíði. Mynd: Ásta Þórisdóttir

Tilraun til skráningar á handverksmönnum á Ströndum 1880 – 1950/1955.

Allt frá landnámi þurftu Íslendingar að vera sjálfum sér nógir um flesta hluti, þeir smíðuðu sjálfir áhöld og verkfæri til daglegs brúks, unnu smíðajárn úr mýrarrauða allt fram á 16. öld að farið var að flytja inn smíða járn, sem leysti mýrarrauðann af hólmi, í trésmíðinni var efnið auðfengnara fyrst skógar og svo gnótt af rekaviði um allar strendur eins og margar sögur greina frá.

Smiðirnir miklir hagleiksmenn

Til að mæta þörfum fyrir áhöld og tæki var framan af aðstaða til smíða og viðgerða á nær hverjum bæ, en eins og allir vita eru sumir handlagnari en aðrir og því urðu smátt og smátt til sérstakir smiðir, á tré og járn í hverri sveit. Þessir sveitasmiðir sinntu þörfum íbúanna og þáðu að launum vöru, vinnu og stundum pening, einkum þegar líða tók á 20. öldina. Margir þessir smiðir voru miklir hagleiksmenn, ekki einasta á tré og járn, þá ekki síður á leður (söðlasmíði) og gull og silfur (t.d. skreytt beisli, svipur, og skartgripir, t.d. íslenska víravirkið). Ýmist voru þessir hagleiksmenn sjálfmenntaðir, þar sem handverkið lærðist mann fram af manni, eða sóttu menntun sína til lærðra smiða innanlands og stundum alla leið til Kaupmannahafnar og víðar.

Leitað eftir upplýsingum um handverksfólk

Ég undirritaður, hef aðeins kíkt á einstaka handverksmenn, sem störfuðu á Ströndum seinustu áratugi 19. aldar og fram yfir miðja 20. öld þegar breytt samfélag leysti þá af hólmi. Ég hefi áhuga á að gera störfum þessa fólks einhver skil, t.d. í fyrstu umferð að reyna að útbúa skrá yfir handverksmenn á Ströndum á umræddu tímabili, þar sem getið væri um hvar þeir störfuðu, á hvaða árum þeir lifðu, hvert var handverkið (járn, tré, skartgripir, annað), hvað þeir smíðuðu (smíðisgripir), hvar þeir lærðu sitt handverk o.fl. sem máli skiptir varðandi þeirra handverk, líf og störf. Störf þessa fólks og mikilvægi þess í samfélaginu, er að mínu mati svo merkileg að það verðskuldar að störfum þess sé haldið á lofti og þeim sómi sýndur.

Því leitar undirritaður til Strandamanna, sem búa yfir vitneskju um hagleiksmenn á Ströndum á þessu tíma bili, að senda mér upplýsingar um þetta fólk svo ég geti skráð þær niður og kannski í fyllingu tímans útbúið grein í Strandapóstinn þar sem þessu fólki yrðu gerð skil eins og unnt er og það verðskuldar.

Upplýsingar berist til:

Jóns Hjartarsonar
Suðurengi 34
800 Selfoss
jonhjartarson@gmail.com
sími: 867 5240

Með bestu kveðju,
Jón Hjartarson

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Matkrókurinn kynnir matgæðinga á Ströndum sem deila uppáhalds uppskriftunum sínum. Helga Gunnarsdóttir deilir jarðarberja- og Baileys tertu.
Eiríkur Valdimarsson er ekki veðurfræðingur en hann hefur lengi velt fyrir sér alþýðlegum veðurspám. Kristín okkar ræddi við Eirík um veðrið.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.

Aðrar fréttir

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.
Einvalalið vestfirsks tónlistarfólks hefur tekið höndum saman og mun bjóða upp á jólatónleika á Hólmavík, Tálknafirði og Ísafirði í desember.