Plokkað á Hólmavík á degi umhverfisins

Skrifað af:

Eiríkur Valdimarsson

Hólmavíkur
Hólmavík. Mynd: Ásta Þórisdóttir

Dagur umhverfisins

Sunnudaginn 25. apríl verður dagur umhverfisins haldinn hátíðlegur á landinu, en hann hefur verið árlegur viðburður frá árinu 1999. Dagsetningin er valin af kostgæfni en um er að ræða fæðingardag Sveins Pálssonar náttúrufræðings, en hann var býsna fjölfróður maður og nam náttúrufræði í Kaupmannahöfn fyrstur Íslendinga og lagði stund á ýmsar rannsóknir á náttúrufari Íslands og var frumkvöðull mikill. Það var þá, en nú er fólk hvatt til að kynna sér samspil manns og náttúru á þessum degi umhverfisins. Slík naflaskoðun er vitaskuld eitthvað sem við gerum á hverjum degi í okkar daglega lífi, við leik og störf. Það er þó ágætt að eiga að minnsta kosti einn dag á ári sem beinlínis hvetur mann til dáða í umhverfismálum.  

Ruslið birtist undan vetrinum

Hvað er það sem situr gjarnan eftir í fyrrnefndu samspili manns og náttúru? Jú, það er árans ruslið sem með einum eða öðrum hætti fellur til: er gripið höndum tveim af haustvindunum, hnoðað saman og klastrað undir klaka og fönn yfir vetrarmánuðina og kemur síðan loks í ljós, hrakið og óhrjálegt, þegar snjóa leysir og farfuglarnir þurfa að hnika til hliðar í leit að feitum ormum! Já ruslið kemur úr ýmsum áttum – greyið – og er fáum til gagns né af því nokkurt augnayndi.

Tökum höndum saman

Hvað er til ráða? Jú, við skulum taka höndum saman á sunnudaginn kemur og tína þetta blessaða rusl, eða plokka eins og það er kallað. Þá er við hæfi að klæða sig vel, bæði börn og fullorðnir, taka poka í hönd og tína rusl í sínu nærumhverfi. Já gera bara gott úr þessu, fá ferskt Strandaloftið í lungun, hreyfingu og útivist. Uppskeran verður síðan aðeins hreinna umhverfi og sól í sinnið fyrir vikið. 

Ruslið sótt

Pokana má síðan skilja eftir við lóðamörk og á áberandi stað í þorpinu Hólmavík því þeir verða sóttir á mánudeginum 26. apríl og ruslið þá tekið úr umferð. Gott er að binda vel fyrir pokana, svo laun erfiðisins lendi ekki í „vorvindunum glöðu“ og öll vinnan sé þá unnin fyrir gýg! 

Gangi okkur öllum vel á degi umhverfisins sunnudaginn 25. apríl og hreinsum nærumhverfið okkar! 

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Útsýnið frá Malarhorni er einstakt: þar sést perla fjarðarins, Grímsey. Þaðan er hægt að fara í eyjuna, skoða lunda og fara á sjóstöng.
Nábrókin er smáhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina í Trékyllisvík í Árneshreppi. Mýrarbolti og fjárhústónleikar.
Kaldalónstónleikar og útgáfuhóf bókarinnar Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd um verslunarmannahelgina.
Starfsfólk Strandabyggðar er nú margt komið í sumarfrí eins og margur landinn. Hér er hægt að sjá sumarlokanir stofnana sveitarfélagsins.
Í gær voru veittar auknar strandveiðiheimildir sem þýðir að tryggt er að kvótinn klárist ekki á tímabilinu en sumarið hefur verið ótíðasamt.
Sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Á fimmtudag kl. 20, verður rölt um Tungugröf á Ströndum. Öll eru hjartanlega velkomin.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up