Páskadagur að kvöldi kominn

Skrifað af:

Ritstjórn

Páskahæna í Skerjafirðinum. Mynd: Arianne Gäwiler

Páskadagur er að kvöldi kominn. Dagurinn var mildur í veðri, él á köflum en einnig sólskin.

Við hjá strandir.is óskum öllum gleðilegrar páskahátíðar.

Við erum þakklát fyrir þær frábæru móttökur sem við höfum fengið þessa fyrstu daga eftir opnun vefsíðunnar. Við hlökkum til að klára að fínpússa hana og uppfæra eftir ábendingar frá ykkur núna strax eftir páska. Í kjölfarið hefjumst við svo handa við að búa til vefverslun fyrir Strandir, það eru því spennandi tímar framundan.

Nú er rautt ástand og mikil fjöldatakmörkun á öllu landinu og því margt fólk sem ekki gat haldið upp á páskana í faðmi vina eða vandamanna. Nú er góður tími til að hringja í ættingja og vini, fara vel með sjálft sig og gleðjast yfir litlu hlutunum.

Páskakveðja Hólmavíkurkirkju

Vegna hertra sóttvarna og fjöldatakmarkana var ekki helgihald í kirkjum á Ströndum um páskana.
Í stað þess sendi Hólmavíkurkirkja út rafæna páskakveðju í dag. Frábært framtak hjá Hólmavíkurkirkju.

Hér má horfa á páskakveðju Hólmavíkurkirkju.

Páskaávarp forseta

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands ávarpaði þjóðina í dag, páskadag. Í ávarpinu fer hann yfir áskoranir seinustu mánaða, veiruna, ægimátt náttúrunnar o.fl. og minnist á mikilvægi þakklætisins og færir björgunarsveitum og lögreglu sérstakar þakkir.
Hann segir að þjóðfélagsástandið hafi sett mark sitt á sálarlíf margra og bendir á ábyrgð og samstöðu.

„Höldum því áfram á braut samstöðu. Missum ekki móðinn og lærum af
reynslunni, reynum ætíð að gera betur. Þegar saga þessa faraldurs verður skráð
verður lærdómurinn vísast sá að mestu skipti að fólk sinni sem best eigin
sóttvörnum, að allur almenningur fallist á rök vísindafólks um nauðsynlegar
aðgerðir, að stjórnvöld fylgi sem mest ráðum sérfróðra, að sannfæring ráði en
ekki valdboð, að hið opinbera og einkaframtak styrki hvert annað, að við
vinnum með vinaþjóðum en reiðum okkur líka á eigin atgervi, að tryggt sé að
gloppur opnist ekki í vörnum okkar við landsteinana.“

Að lokum segir Guðni að páskarnir boði bjartari tíð, sé ævaforn fagnaður hækkandi sólar og við eigum að njóta þess sem landið okkar hafi að bjóða, og þess sem við mannfólkið getum fært hvert öðru í menningu og listum, í allri dagsins önn.

Hér má hlusta á páskaávarp forseta.


Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Strandir.is opnaði í dag nýja vefverslun, Kvaka. Kvaka selur hönnun og handverk, þar sem ýmist hönnuðirnir og/eða hráefnið er af Ströndum.
17. júní á Ströndum verður líklega frekar svalur en það mun ekki aftra fóllki frá að skreppa af bæ. Hér er dagskrá þjóðhátíðardagsins.
Listi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi var samþykktur í gær. Í 9. sæti listans er öflug Strandakona.
Auglýst er eftir umsóknum í Lóuna, menningarverðlaun Strandabyggðar. Frestur til tilnefninga hefur verið framlengdur til hádegis 14. júní.
Norðanátt í maí og þurrkar en blóm að blómstra og vorverkin að hefjast. Heygarðshornið fjallar um málefni líðandi stundar í bændasamfélaginu.
Tvö ný bistro opnuðu sama dag á Hólmavík. Bistro 510 sem er staðsett í söluvagni við tjaldsvæðið og Bistro Gistihúss Hólmavíkur.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up