Lög, réttleysi og réttlæti

Skrifað af:

Árni Múli Jónasson

Árni Múli Jónasson er í 2. sæti framboðslista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi. Mynd: Aðsend

Í 1. gr. laga nr. 2016/2006, um stjórn fiskveiða, segir:

„Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“

Langflestir Íslendingar sem lesa þessa lagagrein hugsa örugglega með sér: „Þetta eru mjög góð og réttlát lög fyrir íslensku þjóðina sem á fiskistofnana við landið.“

En er þetta svona?

Alls ekki!

Og hvers vegna ekki? Af þeirri einföldu ástæðu að stjórnmálamenn hafa allt of mikið og allt of lengi komist upp með að draga taum þeirra sem mest fá og langmest eiga á kostnað þeirra sem minnst fá og ekkert eiga.    

Og þrátt fyrir lagabókstafinn góða er blákaldur raunveruleikinn þessi. Auðugir útgerðarmenn, sem hafa fengið einkarétt frá ríkinu til að nýta fiskveiðiauðlindina okkar, hafa líf og framtíð fólksins og heilu byggðarlaganna í hendi sér og geta svipt fólkið sem þar býr lífsviðurværi sínu, án þess að spyrja kóng eða prest og enn síður fólkið sem í landinu býr og á fiskveiðiauðlindina, með því að selja kvótann hæstbjóðanda. Og nýta svo alla milljarðana og milljónirnar sem fyrir hann fást, fyrirhafnarlaust, til að tryggja sjálfum sér og afkomendum sínum og afkomendum þeirra auð og munað og áhyggjuleysi til æviloka. Eða bara flytja auðinn úr landi til þess að þurfa ekki að greiða af honum til íslensks samfélags það litla sem til er ætlast.

Sósíalistaflokkurinn ætlar að stöðva þetta óþolandi óréttlæti. Ef þú vilt leggja lið við það þjóðþrifaverk geturðu gert það með einföldum og mjög áhrifaríkum hætti:

Greiddu Sósíalistaflokknum atkvæði þitt í alþingiskosningunum 25. september.

Aðsend grein.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.
Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Skúla Gautason.

Aðrar fréttir

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.