Látum ekki kúga okkur lengur í krafti einokunar og auðs!

Skrifað af:

Árni Múli Jónasson

Árni Múli Jónasson er í 2. sæti framboðslista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi. Mynd: Aðsend

Þar sem atvinnulíf er einhæft ráða eigendur og stjórnendur fyrirtækjanna því hverjir fá störfin í samfélaginu og hverjir ekki og hverjir eru reknir og hverjir ekki. Þetta vita allir sem þar búa og þeir sem valdið hafa, í krafti einokunar og auðs, þurfa ekki að segja þetta upp hátt og enn síður að hóta einhverjum með berum orðum því hver treystir sér til að gagnrýna fyrirtæki, eigendur þess eða stjórnendur þegar hann veit að það getur kostað hann starfið og að það er enga aðra vinnu að hafa? Hvernig á hann þá að framfleyta sér og fjölskyldu sinni?

Fólk á þannig ekki aðeins störf sín og framfærslu og framtíð undir náð og miskunn eigenda og stjórnenda fyrirtækjanna, heldur þarf það að þola mjög miklar skerðingar á skoðana- og tjáningarfrelsinu, mannréttindum sem eru súrefni heilbrigðs lýðræðis í sérhverju samfélagi.

Þetta ofurvald eigenda fyrirtækjanna stendur byggðunum stórkostlega fyrir þrifum og er gríðarlega óréttlátt gagnvart íbúunum, óheilbrigt og ólíðandi.

Sósíalistaflokkurinn ætlar að losa fólk og byggðirnar úr þessu kyrkingartaki með því að taka valdið frá fyrirtækjunum og færa það til fólksins, þar sem það á að vera og hvergi annars staðar.

Til að gera þetta verðum við að fá stuðning þinn!

Það geturðu gert með mjög einföldum og áhrifaríkum hætti:

Kjóstu Sósíalistaflokkinn!

Höfundur er í öðru sæti á lista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Þorgeir Pálsson ritari í stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða fer yfir stöðuna hvernig ferðasumarið 2021 var á Ströndum.
Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur flutti á Strandir frá Reykjavík og hefur fundið flestum áhugamálum sínum farveg í Hveravík þar sem hún býr.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.

Aðrar fréttir

Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.
Ekki var hægt að halda aðalfund í Leikfélagi Hólmavíkur vegna manneklu. Stjórnin biðlar til íbúa að taka höndum saman og mæta á aðalfund eftir viku.