Kaldrananeskirkja: Þjóðsaga og uppbygging til dagsins í dag

Skrifað af:

Ritstjórn

Kaldrananeskirkja árið 2011. Mynd: Rüdiger Þór Seidenfaden

Á Kaldrananesi í Bjarnarfirði er kirkja sem verið er að gera upp, en þar hefur verið kirkjustaður í margar aldir. Jón Jónsson þjóðfræðingur benti Kristínu Einarsdóttur, okkar konu á Ströndum, á þjóðsögu sem tengist staðnum og eftir að hafa lesið hana fór hún í heimsókn í kirkjuna og ræddi við formann sóknarnefndar Jóhann Björn Arngrímsson.

Sá framliðna á Bjarnarfjarðarhálsi

Kristín byrjar á að segja þjóðsögu um Kaldrananeskirkju. Hefst frásögnin svo: „Til forna var það þjóðtrú á Íslandi að kirkjugarðar risu á hverjum páskadagsmorgni, aðrir sögðu á öllum stórhátíðum; jólum, páskum og hvítasunnu. Þó mun hitt hafa verið algengari trú, að hinir framliðnu myndu stíga upp úr gröfum sínum – aðeins á páskadagsmorgun og væri það sem endurtekning á upprisu frelsarans og fyrirboði þess að eitt sinn renni upp sá dýrðlegi dagur er allir dauðir menn lifna og ganga frá gröfum sínum til að mæta fyrir allsherjar Guðs-dómi.“ Er svo endursögð frásögn manns er varð vitni að slíkum atburði á leið sinni yfir Bjarnarfjarðarháls þar sem leið hans lá að Kaldrananeskirkju á páskadagsmorgni.

Í Kaldrananeskirkju 2011. Mynd: Rüdiger Þór Seidenfaden

Næstelsta bygging Strandasýslu

Kirkjan sem stendur á Kaldrananesi, utarlega við sunnanverðan Bjarnarfjörð, á Ströndum er friðuð. Þar var lengi bændakirkja, sem þýðir að bændur áttu kirkjuna. Kirkjubyggingin sem nú stendur á Kaldrananesi er næstelsta hús gömlu Strandasýslu, byggð árið 1851. Jóhann Björn segir okkur frá því að kirkjan var í raun endurbyggð árið 1851 og talið sé að kirkjustaður hafið staðið þarna allt frá 1370. Árið 1892 er kirkjan endurbyggð aftur og talið að kirkjusmiðurinn er það gerði hafi þá byggt turninn sem prýðir kirkjuna enn þann dag í dag. Kirkjan var gefin söfnuðinum um miðja 20. öld.

Kaldrananeskirkja árið 1958. Mynd frá: Rüdiger Þór Seidenfaden
Kaldrananeskirkja. Mynd: Aðsend

Mannlegi þátturinn 14. desember.

Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur á Ströndum hefur umsjón með innslögum í Mannlega þáttinn á Rás 1.
Í þessum innslögum hefur hún tekið hátt í þriðja hundrað viðtöl við Strandafólk um ýmis efni, allt frá vangaveltum um kynlíf bænda fyrr á öldum, hestamennsku, hundatamningu, músahræðslu og margt fleira.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Um áramótin urðu kaflaskil á Hólmavík þegar Café Riis fékk nýjan eiganda. Arkitektinn Guðrún Ásla Atladóttir hefur tekið við lyklunum.
Óskar Hafsteinn, kokkur, deilir með okkur uppskrift að spari eftirrétt, sítrónu tart, sem hann gerði m.a. í sveinsprófinu sínu.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.
Auglýst er eftir tilnefningum um íþróttamanneskju ársins 2021 í Strandabyggð. Öll sem vilja geta sent inn tilnefningu.