Kaffi Norðurfjörður: „Þetta er náttúrulega bryggjuhverfið!“

Skrifað af:

Guðbjörg Guðmundsdóttir

Kaffi Norðurfjörður
Sara Jónsdóttir í Kaffi Norðurfirði. Mynd: Ásta Þórisdóttir

Sara Jónsdóttir sér um rekstur Kaffi Norðurfjarðar á sumrin og nýtur þess að vera í samskiptum við heimafólk.

Þegar við náum að setjast niður að spjalli við þessa uppteknu konu er líf og fjör á bryggjunni enda verið að landa afla. Sara getur fylgst með umsvifunum út um gluggana á kaffihúsinu, enda stödd á annarri hæðinni, fyrir ofan fiskmarkaðinn.

Fyrir ferðafólk er Kaffi Norðurfjörður kærkominn staður til að fá sér kaffi og kökur eða kvöldmat og Sara segir heimafólk jafnframt vera duglegt að kíkja í heimsókn. „Það er oft mikil stemning hérna og þá sérstaklega þegar fólkið á svæðinu hittist og gerir sér glaðan dag. Hér er bjórdæla og fyrir strandveiðimennina er þetta staður til að koma og slappa af og ná að spjalla saman og jafnvel fá sér enn kaldan eftir túrinn.“

Hægt er að sitja úti og fylgjast með lífinu á bryggjunni. Mynd: Ásta Þórisdóttir

A Kaffi Norðurfirði er tekið á móti hópum sem ferðast með ferðaþjónustufyrirtækinu Strandferðum en fyrirtækið hefur nýverið tekið í notkun stærri bát. Hóparnir eru því 34 manns. Matseðillinn er fjölbreyttur með smáréttum, súpu og salati, grillréttum og hefðbundnari aðalréttum ásamt kökum og eftirréttum.

Norðfirðingar sumarfjölskyldan en býr í Reykjavík á veturna

Sara sér um rekstur Kaffi Norðurfjarðar á sumrin og hefur gert undanfarin ár. Sjálf er hún að Rangæingur og búsett í Reykjavík á veturna. Hún segir Norðfirðinga vera sumarfjölskylduna sína. „Ég er alltaf þreytt eftir törnina en finnst alltaf jafn erfitt að yfirgefa Norðufjörð á haustin.“ Hún segir sumarið hingað til hafa verið annasamt enda hafi verið hlýtt í veðri og margir á ferðinni. Staðsetningin sé góð og gesti hafa yndi af því að fylgjast með út um gluggana. „Þetta er náttúrlega bryggjuhverfið!“

Kaffi Norðurfjörður er opið frá kl. 12 til kl. 21 frá byrjun júní til loka ágúst.

Veitingasalurinn með sjávarútsýni. Mynd: Ásta Þórisdóttir
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.
Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Skúla Gautason.

Aðrar fréttir

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.