Í hvað fer allur þessi peningur?

Skrifað af:

Silja Ástudóttir

Sýslið verkstöð ehf. rekur strandir.is. Verkefnið fékk styrk upp á 8,7 milljónir úr Öndvegissjóði Brothættra byggða 2020. Lesa má um það hér á vef Byggðastofnunar: Úthlutun úr Öndvegissjóði Brothættra byggða.

Í dag upplýsti Byggðastofnun Sýslið verkstöð um að fréttamiðill á Vestfjörðum hefði ítrekað haft samband við Byggðastofnun síðustu daga til þess að reyna að fá upplýsingar úr fjárhagsáætlun strandir.is og um verklok. Enginn hefur þó reynt að hafa samband við strandir.is til þess að nálgast þessar upplýsingar.

Fjárhagsáætlun strandir.is

Við deilum því hér fjárhagsáætlun strandir.is eins og hún fylgdi með umsókn í Öndvegissjóð Brothættra byggða 2020. Áætlun hefst í ágúst 2020 og er fram í mars 2021, en það er verkefnatímabilið fyrir styrkinn.

Fjárhagsáætlun strandir.is með umsókn í Öndvegissjóð 2020. Hægt er að ýta á myndina til að skoða hana stærri.

Sýslið sótti um frest til Byggðastofnunar til þess að klára vefverslun fyrir maílok 2021, en upprunaleg áætlun gerði ráð fyrir að öllum verkþáttum verkefnisins, sem sótt var um fyrir, yrði lokið fyrir 1. apríl 2021. Byggðastofnun samþykkti þennan frest.

Það er óhætt að segja að vanmat á tímaþörf ákveðinna þátta hafi átt sér stað er verkáætlun var gerð en náðst hefur að halda heildaráætlun í grófum dráttum þrátt fyrir frestun. Svo lengi lærir sem lifir og allt það, nú erum við reynslunni ríkari.

Stærstu kostnaðarliðir sem eru eftir tengjast vefverslun en vinna við hana hefst í næstu viku.

Það gleður mig að strandir.is veki athygli og áhuga annarra. Vakni einhverjar spurningar varðandi starfsemi síðunnar má ávallt hafa samband, silja@strandir.is og s: 830 3888.

Góða helgi!

Silja Ástudóttir, ritstýra strandir.is

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Útsýnið frá Malarhorni er einstakt: þar sést perla fjarðarins, Grímsey. Þaðan er hægt að fara í eyjuna, skoða lunda og fara á sjóstöng.
Nábrókin er smáhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina í Trékyllisvík í Árneshreppi. Mýrarbolti og fjárhústónleikar.
Kaldalónstónleikar og útgáfuhóf bókarinnar Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd um verslunarmannahelgina.
Starfsfólk Strandabyggðar er nú margt komið í sumarfrí eins og margur landinn. Hér er hægt að sjá sumarlokanir stofnana sveitarfélagsins.
Í gær voru veittar auknar strandveiðiheimildir sem þýðir að tryggt er að kvótinn klárist ekki á tímabilinu en sumarið hefur verið ótíðasamt.
Sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Á fimmtudag kl. 20, verður rölt um Tungugröf á Ströndum. Öll eru hjartanlega velkomin.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up