Hrekkjavakan: Landamæralaus hátíð

Skrifað af:

Björk Bjarnadóttir

Hrekkjavökuskreytingar. Mynd: NeONBRAND

5. hluti

Í tilefni Hrekkjavökunnar sem er þann 31. október nk. birtir strandir.is fróðleik um hátíðina í nokkrum hlutum eftir Björk Bjarnadóttur, umhverfis-þjóðfræðing. Greinarnar verða birtar á degi hverjum fram að Hrekkjavöku.

Hrekkjavakan í dag á Íslandi

Hvað varðar Hrekkjavökuna eins og hún er haldin hér á landi í dag þá má nefna að nemendur við ensku deild Háskóla Íslands hafa líklega vera einir af þeim fyrstu til að halda upp á hana í kringum 1980. Eitthvað var einnig um að Hrekkjavakan hafi verið haldin hátíðleg í Keflavík meðan bandaríski herinn var þar með aðstöðu. Hægt og rólega hefur hátíðin numið hér rætur og er nú í haust (2021) algjör sprenging í hátíðarhöldum.

Bandarískur söluvarningur út um allt

Hin ýmsu bæjarfélög halda hátíðina hátíðlega og skipulagt er mikið í gegn um samfélagsmiðla hvar er hægt að berja að dyrum og biðja um grikk eða gott. Þeir sem vilja gefa uppáklæddum gestum gotterí í fötur eða poka eru beðnir um að setja lugtir eða annað í gluggann eða við útidyrahurðina. Bakaríin taka einnig þátt með því að bjóða t.d. upp á Hrekkjavökukökur og alls konar söluvarningur frá Bandaríkjunum flæðir yfir okkur. Graskerin rjúka út úr búðunum og boðið er upp á kósý samverustundir t.d. á bókasöfnum að skera út saman í grasker.

31. október, þar sem haustið endar og vetur tekur við. Mynd: Björk Bjarnadóttir

Dansleikir og óhugnanlegur matur

Haldnir eru dansleikir þar sem keppt er um flottasta og hugmyndaríkasta búninginn. Hér má nefna hátíðina Halloween Iceland, sem haldin er á Gauknum niðri í miðbæ Reykjavíkur. Einnig eru haldin í heimahúsum búninga partý og matarveislur með óhugnanlegum mat. Þegar ég tala um óhugnanlegan mat, þá má  nefna brauðstangir sem eru puttar með möndlum fyrir neglur, köngulóarkökur eða ormaspagettí. Söfnin eru með hina ýmsu viðburði tengda Hrekkjavökunni og má hér nefna að Árbæjarsafn reið á vaðið haustið 2018 með því að bjóða upp á alls kyns viðburði tengda Hrekkjavökunni. Á Árbæjarsafni var t.d. Draugahús, Hrekkjavökusmiðja og Nammihús og þátttaka var svo mikil og góð að ákveðið hefur verið að halda árlega upp á Hrekkjavökuna þar á bæ.

Nokkur lokaorð um Hrekkjavökuna

Hrekkjavakan er landamæralaus. Sem þýðir að allir aldurshópar, bæði kynin, trúarhópar og þjóðerni geta tekið þátt. Þetta er líklega höfuðástæða þess að hátíðin breiðist svona hratt um heiminn og er svona gríðar vinsæl þar sem hún nemur land.

Þetta er hátíðin þar sem allir eru velkomnir bæði lifandi og dauðir.

Hrekkjavökuna er hægt að tengja við fimm staðreyndir.

1) Hún er bæði tengd heiðni og kristni.

2) Staðsetning hennar í dagatalinu, 31. október er þar sem haustið endar og veturinn tekur við, sem þýðir að hún hefur alltaf tengst uppskeru hátíðum.

3) Hún er tengd öðrum hátíðum vítt og breitt um veröldina og hefur þess vegna vítt svið sem hún fellur yfir.

4) Þar sem hið heiðna nýja ár og uppskeran mætast hefur hún ávalt tengst gáskafullum tíma. Þar sem veislur, gleði og hinir ýmsu grikkir eiga sér stað.

5) Hún er flóknasta og umdeildasta hátíð sem menn halda upp á.

Góða skemmtun!

Höfundur er umhverfis-þjóðfræðingur.
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Matkrókurinn kynnir matgæðinga á Ströndum sem deila uppáhalds uppskriftunum sínum. Helga Gunnarsdóttir deilir jarðarberja- og Baileys tertu.
Eiríkur Valdimarsson er ekki veðurfræðingur en hann hefur lengi velt fyrir sér alþýðlegum veðurspám. Kristín okkar ræddi við Eirík um veðrið.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.

Aðrar fréttir

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.
Einvalalið vestfirsks tónlistarfólks hefur tekið höndum saman og mun bjóða upp á jólatónleika á Hólmavík, Tálknafirði og Ísafirði í desember.