Hrekkjavakan: Grikk eða gott?

Skrifað af:

Björk Bjarnadóttir

Krakkar að fá gott á Hrekkjavökunni. Mynd: U.S. Army Garrison Japan

2. hluti

Í tilefni Hrekkjavökunnar sem er þann 31. október nk. birtir strandir.is fróðleik um hátíðina í nokkrum hlutum eftir Björk Bjarnadóttur, umhverfis-þjóðfræðing. Greinarnar verða birtar á degi hverjum fram að Hrekkjavöku.

Í dag berja börn dyra þar sem eru útskornar rófur eða grasker við útidyrahurðina með logandi ljósi inni í og spyrja viðkomandi hvort hann vilji grikk eða hvort hann eigi eitthvað gott, með setningunni:“ Grikk eða gott?“

Hvaðan kom þessi siður? Rætur hans liggja allt til á 16. aldar á Írlandi þar sem fátækt fólk fór og barði að dyrum hjá hinum ríku, þar sem þeir fátæku buðust til að biðja fyrir látnum ættingjum og fá í staðinn sérstakar hringlaga kökur sem kölluðust „soul cakes“, Sálar kökur. Þessar kökur innihalda spennandi krydd sem gaman er að nota í kökur. Ef ykkur langar til að baka kökurnar fyrir Hrekkjavökuna þá er uppskriftin hér fyrir neðan.

Sálar kökur. Mynd: Karen Burns-Booth

Sálar kökur

2 og 3/4 bolli hveiti

2/3 bolli sykur

1 tsk múskat

1 tsk allra handa krydd

1 tsk kanill

1 msk lyftiduft

3/4 tsk salt

1/2 bolli mjúkt smjör

1 bolli rúsínur eða trönuber

2 egg

1/2 bolli mjólk og smá meir ef þarf

1 eggjarauða og grófur sykur til að skreyta toppinn

Aðferð:

Notið stóra skál og blandið þar saman hveiti, sykri, kryddum, lyftidufti og salti. Blandið þurrefnunum saman með gaffli. Skerið smjörið í bita og setjið út í þurrefnin. Hnoðið vel saman með höndunum eða í hrærivél, þar til deigið er orðið vel samsett. Setjið þá mjólkina saman við og blandið aftur saman, bætið við mjólk ef þarf til að ná deiginu saman. Það á ekki að vera það þurrt að það detti í sundur eða það blautt að það klístrist við fingurna.

Notið kökumót eða glas til að móta kökurnar. Mynd: Karen Burns-Booth

Fletjið nú deigið út í 1/2 cm þykkt deig og skerið út hringlaga kökur með glasi eða hringlaga kökumóti. Setjið á bökunarplötu sem bökunarpappír er á. Skerið kross í kökuna og raðið nokkrum rúsínum ofan í krossinn, pennslið hverja köku með eggjarauðu og dreifið smá sykri yfir. Bakist við 180 gráður á celcíus í um það bil 20 mínútur, eða þar til gullinbrúnar. Kælið og njótið þess að borða. Það koma um 20 kökur úr þessari uppskrift.

Höfundur er umhverfis-þjóðfræðingur.
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Matkrókurinn kynnir matgæðinga á Ströndum sem deila uppáhalds uppskriftunum sínum. Helga Gunnarsdóttir deilir jarðarberja- og Baileys tertu.
Eiríkur Valdimarsson er ekki veðurfræðingur en hann hefur lengi velt fyrir sér alþýðlegum veðurspám. Kristín okkar ræddi við Eirík um veðrið.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.

Aðrar fréttir

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.
Einvalalið vestfirsks tónlistarfólks hefur tekið höndum saman og mun bjóða upp á jólatónleika á Hólmavík, Tálknafirði og Ísafirði í desember.