Hrekkjavakan: Föllum inn í hóp hinna dauðu

Skrifað af:

Björk Bjarnadóttir

Hinir dauðu geta ekki gert okkur mein á meðan þar sem þeir halda að við séum ein af þeim. Mynd: Björk Bjarnaróttir

1. hluti

Í tilefni Hrekkjavökunnar sem er þann 31. október nk. birtir strandir.is fróðleik um hátíðina í nokkrum hlutum eftir Björk Bjarnadóttur, umhverfis-þjóðfræðing. Greinarnar verða birtar á degi hverjum fram að Hrekkjavöku.

Þegar ég, Björk fór að skoða Hrekkjavökuna óraði mig ekki fyrir því hve margar flóknar rætur hún á, hve langt þær teygja sig og hvernig þær vefjast saman. Ef þið haldið að Hrekkjavakan sé bandarísk hátíð þá eruð þið á röngum slóðum. Hrekkjavakan á sér fornar rætur sem liggja allt að 2000 ár aftur í tímann eða lengra, til hinna ævafornu Kelta sem bjuggu á Írlandi, Skotlandi, Englandi og í Norður-Frakklandi. Lítið er til af rituðum heimildum um Kelta og þær heimildir sem eru til byggjast mest á munnlegum heimildum skrifuðum niður af munkum á Írlandi frá fyrstu öld, einnig eru til heimildir um þá skrifaðar af Rómverjum og aðrar heimildirnar eru fornleifar.

Búningar til að falla í hóp hinna dauðu

Grunn tónn Hrekkjavökunnar er að kveðja sumarið, bjóða veturinn og myrkrið velkominn og þakka fyrir uppskeru ársins. Annar grunntónn hennar er sá að á þessari nóttu rofnar slæðan sem liggur á milli heima hinna dauðu og lifandi og hinar ýmsu verur stökkva yfir í heim hinna lifandi og láta að sér kveða. Þess vegna klæðum við okkur í búninga til þess að við getum fallið inn í hóp hinna dauðu sem spígspora á meðal okkar. Hinir dauðu geta ekki gert okkur mein á meðan þar sem þeir halda að við séum ein af þeim.

Börn á Halloween í Bandaríkjunum 1950. Mynd: Richard

Nótt spádóma

Hrekkjavakan er nótt spádóma og spurninga um hvernig framtíðin verður. Notuðu þá margir tækifærið og létu spá fyrir sér um hverjum þeir myndu giftast, þetta var aðallega stundað á Írlandi og Skotlandi. Einkennislitir Hrekkjavökunnar eru appelsínugulur og svartur. Appelsínugulur sem táknar haustið og uppskeruna og svartur sem táknar myrkrið sem við bjóðum nú velkomið og allar þær verur sem þar búa.

Lok sumars

Hátíðin meðal Kelta hét til forna Samhain sem þýðir: lok sumars og er borið fram sem sowan eða sowin og var það sá tími sem hinir fornu Keltar litu á sem sín áramót, byrjun vetrar og hátíð hinna dauðu. Það er talið að Keltar hafi mælt tímann eftir nóttum en ekki dögum.

Ef „All Hallows day“, Allraheilagramessa er 1. nóvember þá er kvöldið þar á undan 31. október„All Hallows Even“.
Með tímanum breytist þetta yfir í eitt orð. „Hallowe’en“, og í dag er það: “Halloween“.

Allraheilagra- og Allrasálnamessa

Allraheilagramessa er dagur allra þeirra píslarvotta sem eiga sér ekki dag í dagatalinu og síðan er það Allrasálnamessa sem er haldin 2. nóvember sem er sá dagur þar sem beðið er fyrir sálum hinna fátæku og þeirra sem sagðir eru vera í hreinsunareldinum. Þessir dagar eru tengdir hinum dauðu og eiga sér stað nokkurn vegin á sama tíma á dagatalinu og hin forna Hrekkjavaka. Halloween eða Hrekkjavakan í dag er blanda af mörgum menningarlegum fyrirbærum sum forn, sum frekar ný og önnur glæný. Þessari hátíð fylgdu matar-og drykkjuveislur ásamt brennum.

Höfundur er umhverfis-þjóðfræðingur.
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Matkrókurinn kynnir matgæðinga á Ströndum sem deila uppáhalds uppskriftunum sínum. Helga Gunnarsdóttir deilir jarðarberja- og Baileys tertu.
Eiríkur Valdimarsson er ekki veðurfræðingur en hann hefur lengi velt fyrir sér alþýðlegum veðurspám. Kristín okkar ræddi við Eirík um veðrið.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.

Aðrar fréttir

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.
Einvalalið vestfirsks tónlistarfólks hefur tekið höndum saman og mun bjóða upp á jólatónleika á Hólmavík, Tálknafirði og Ísafirði í desember.