Hrekkjavakan: Eldurinn táknar nýtt upphaf

Skrifað af:

Björk Bjarnadóttir

Brenna kvöldið fyrir Samhain í Skotlandi. Mynd: Robin Canfield

4. hluti

Í tilefni Hrekkjavökunnar sem er þann 31. október nk. birtir strandir.is fróðleik um hátíðina í nokkrum hlutum eftir Björk Bjarnadóttur, umhverfis-þjóðfræðing. Greinarnar verða birtar á degi hverjum fram að Hrekkjavöku.

Bál og nýtt upphaf

Eldur hefur ávallt verið manninum nauðsynlegur til öryggis, birtu, hlýju, hreinsunar og eldamennsku. Eldurinn hefur einnig verið notaður til að tákna upphaf að einhverju nýju og endi á einhverju gömlu. Brennur voru kveiktar fyrir hin ýmsu tilefni frá tímum Kelta og fram til okkar daga á þessum tímamótum hausts og vetrar. Keltar tóku á móti nýja árinu með brennu með því að kveikja bál kvöldið fyrir Samhain. Allir eldar voru þá slökktir í eldstæðum heimilanna og síðan var hinn helgi eldur kveiktur með glóð. Þessi bálköstur stóð á hól sem heitir Tlachtga og er staðsettur á Írlandi. Hvert heimili náði sér síðan í glóð frá hinum helga eldi fyrir eldstæði heimilisins og í tilefni hins nýja árs.

Tekið á móti nýja árinu í Skotlandi með því að kveikja bál kvöldið fyrir Samhain. Mynd: Robin Canfield

Kraftar myrkursins

Þegar kraftar myrkursins og rotnunar tóku við þá trúðu Írar því að hinir ýmsu illu andar færu á kreik og þá voru kveikt stór bál til að verjast þeim. Einnig þjónuðu brennur á þessum tímamótum því hlutverki að brenna afskorninga frá uppskerunni. Í Skotlandi var hægt að sjá brennur á hverjum hól þegar Hrekkjavakan gekk í garð og voru þessar brennur kallaðar samhnag.

Konungleg Hrekkjavökuhátíð

Árið 1874 í Balmoral kastala á Skotlandi var haldin konungleg hátíð vegna Hrekkjavökunar og var þessi hátíð skráð. Konungsættin, hirðin og þjónar báru kyndla um svæðið og í kring um Balmoral höllina. Fyrir framan höllina var haugur af dóti sem hafði verið safnað saman fyrir hátíðina sem kyndlunum var kastað á og bálið kveikt. Þegar bálið logaði hve mest birtust menn í búningum dverga sem drógu á eftir sér vagn sem í var brúða sem átti að vera norn. Í kring um þau stóðu vopnaðir menn í álfa búningum. Allir mynduðu nú saman hring í kring um bálið og norninni var kastað á það. Síðan var dansað við tónlist frá serkjapípum.

Teikning frá 1882 af þorpsbúum að fagna með varðeldi og kyndlum fyrir utan Balmoral kastala. Teikning: N.E. Green

Nornir og illgjarnir álfar

Í Englandi í Lancashire héraðinu voru brennur kveiktar til að lýsa sálum leiðina út úr hreinsunareldinum. Í sumum héruðum voru brennur kveiktar til að verja sig gegn nornum og illgjörnum álfum. Siðurinn að kveikja brennur á Englandi dó hægt og rólega út þegar það var ekki til mikið til að brenna, þetta var í lok 19. aldar.

Ísland til forna

Á þessum tímamótum hér áður fyrr velti fólk fyrir sér framtíðinni og nýju ári en sá siður færðist svo yfir á gamlárskvöld. Hægt er að finna hér á landi hátíðir sem tengjast þessum tíma til forna þótt þessi tími heiti ekki Hrekkjavaka þá er grunntónnninn sá sami: að þakka fyrir birtuna, uppskeruna, sumarið, bjóða veturinn velkominn, halda veislur og vara sig á þeim verum sem gætu verið á kreiki á þessum tíma.

Veturnætur

Tímabilið heitir Veturnætur sem tengist kröftum náttúrunnar og mætti kalla hana forna tímamótahátíð. Jörðin leggst í dvala, myrkrið tekur við af birtunni, uppskeran er komin á sinn stað sem og matur, allar skepnur og menn koma sér inn í hús. Sagnamennskan lifnar við inni við sem og önnur innistörf. Inni í húsunum er rými og valdsvið kvenna sem karlar flytja inn í, kvenna tíminn rennur upp.

Grýla hræðir enn

Grýla, ein hræðilegasta vera okkar þjóðtrúar. Teikning: Gryla: The Yuletide Monster of Iceland

Ein okkar kraftmesta og hræðilegasta þjóðtrúar vera er hún Grýla sem ferðast um á þessum tíma. Hún tilheyrir myrkrinu og er hræðilegur óvættur sem börn hræddust verulega mikið hér áður fyrr og enn í dag hræðast börn á Íslandi óvættina hana Grýlu sem hefur nú eignað sér tímann í kring um jólin.

Veturnáttaboð

Hægt er að finna Veturnáttaboð í nokkrum Íslendingasögum þar sem haldnar eru veislur og leikar og minnst er á hið dularfulla dísarblót. Í Hákonar sögur góða og Ólafs sögu Tryggvasonar segir frá blótveislum í Þrændalögum að Veturnótttum á 10. öld og í Víga-Glúms sögu er sagt frá dísarblóti að Veturnóttum í Noregi. Snorri goði, Ólafur pá, Ósvífur, Gísli Súrsson, Þorgrímur mágur hans, Ólafur á Haukagili, Gunnar og Njáll halda allir haustboð að Veturnóttum, en Breiðvíkingar halda knattleiki. Brúðkaup voru gjarnan haldin á þessum tíma.

Veturnáttaboð, veisluhöld og leikar. Mynd: Berloga Workshop
Höfundur er umhverfis-þjóðfræðingur.
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Matkrókurinn kynnir matgæðinga á Ströndum sem deila uppáhalds uppskriftunum sínum. Helga Gunnarsdóttir deilir jarðarberja- og Baileys tertu.
Eiríkur Valdimarsson er ekki veðurfræðingur en hann hefur lengi velt fyrir sér alþýðlegum veðurspám. Kristín okkar ræddi við Eirík um veðrið.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.

Aðrar fréttir

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.
Einvalalið vestfirsks tónlistarfólks hefur tekið höndum saman og mun bjóða upp á jólatónleika á Hólmavík, Tálknafirði og Ísafirði í desember.