Hrekkjavakan: Ekki grasker heldur rófur

Skrifað af:

Björk Bjarnadóttir

Upprunalega voru rófur notaðar, ekki grasker. Mynd: Cristian Ungureanu

3. hluti

Í tilefni Hrekkjavökunnar sem er þann 31. október nk. birtir strandir.is fróðleik um hátíðina í nokkrum hlutum eftir Björk Bjarnadóttur, umhverfis-þjóðfræðing. Greinarnar verða birtar á degi hverjum fram að Hrekkjavöku.

Á Írlandi var ávallt skorið út í rófur og voru þær skornar út af börnum og fullorðnum. Rófu lugtirnar voru settar við útidyr fólks til að hræða illar verur á brott en bjóða góða gesti velkomna. Innan í hverja rófu voru sett logandi kerti. Þegar uppskerubrestur á kartöflunni varð á Írlandi í lok 19. aldar og mikil hungursneið reið yfir landið flúðu Írar í þúsunda tali til nýja heimsins.

Hrekkjavakan og hennar hefðir ferðuðust með landnemunum til Bandaríkjana. Í Bandaríkjunum uppgötvuðu hinir nýju landnemar graskerin og voru þau strax valin til lugtagerðar fyrir Hrekkjavökuna, þar sem auðveldara var að skera þau út, þau voru mun stærri en rófurnar og buðu þar með upp á fleiri möguleika í útskurðinum.

Útskorið grasker og rófa. Mynd: Björk Bjarnadóttir

Útskorin rófa með kolamola frá djöflinum

Útskornu graskerin bera heitið Jack-o’Lanterns sem myndi þýðast yfir á íslensku sem Lugtar Jakob. Sagan af Lugtar Jakobi kemur upprunanlega frá Írlandi. Það eru til margar útgáfur af sögunni af honum Lugtar Jakobi en allar fjalla þær um illgjarnan mann sem bar heitið Jakob og gekk um heiminn með útskorna rófu með logandi kolamola innan í sem hann fékk frá djöflinum. Sagan sem ég fann um Jakob er svona:

Jakob var nískur járnsmiður sem hafði gaman af því að stríða og blekkja fólk. Að endingu tókst honum að blekkja djöfulinn sjálfan til að samþykkja að taka sig ekki þegar hann dæi. Við andlát Jakobs tókst hann á ferð til himnaríkis en þar var honum ekki hleypt inn, hann hélt þá af stað til helvítis en þar neitaði djöfullinn að taka við honum, því hann brýtur aldrei loforð sín. Í kveðjuskyni  henti djöfulinn glóandi kolamola í átt til Jakobs. Jakob var fyrir einhverja slysni með rófu á sér sem hann skar út og setti hið logandi kol innan í til að lýsa sér leiðina um jörðina sem hann sveimar um að eilífu.

Lugtir úr rófum. Mynd: Culture Vannin

Vernd gegn illum öndum

Fólk hefur notað útskornar rófur og grasker með logandi eldi innan í til að vernda sig gegn illum öndum og einnig til að hræða fólk á Hrekkjavökunni. Það má segja að lugtirnar með eldinum innan í séu seinustu leifar hinnar fornu hátíðar Samhain, þar sem kveikt voru stór bál. Ég hvet alla til þess að skera út í rófu, þær eru hinar upprunanlegu Hrekkjavöku lugtir, þær vaxa hér á landi og þær bjóða upp á ótal möguleika hvað varðar útskurðin.

Fyrst er tekið innan úr rófunni og svo skorið út. Mynd: Björk Bjarnadóttir
Höfundur er umhverfis-þjóðfræðingur.
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Matkrókurinn kynnir matgæðinga á Ströndum sem deila uppáhalds uppskriftunum sínum. Helga Gunnarsdóttir deilir jarðarberja- og Baileys tertu.
Eiríkur Valdimarsson er ekki veðurfræðingur en hann hefur lengi velt fyrir sér alþýðlegum veðurspám. Kristín okkar ræddi við Eirík um veðrið.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.

Aðrar fréttir

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.
Einvalalið vestfirsks tónlistarfólks hefur tekið höndum saman og mun bjóða upp á jólatónleika á Hólmavík, Tálknafirði og Ísafirði í desember.