Hlýleg stemning í Verzlunarfjelaginu

Skrifað af:

Guðbjörg Guðmundsdóttir

Verslunarstjórinn Thomas Elguezabal. Mynd: Guðbjörg Guðmundsdóttir

Thomas Elguezabal stendur vaktina í Verzlunarfjelagi Árneshrepps í Norðurfirði.

Verzlunarfjelagið, sem yfirleitt gengur undir hið öllu hversdagslegra nafni „búðin“, var stofnað árið 2019 af heimafólki. Í búðinni er hlýleg stemning; gestir og gangandi næla sér í helstu nauðsynjavörur en staldra þó lengur við en venjan er í stórmörkuðunum. Í búðinni er nefnilega lítið kaffihorn þar sem heimafólk og ferðafólk blanda geði og sitja og spjalla. Í búðinni er jafnframt til sölu handverk frá fólki af svæðinu.

Thomas tekur brosandi á móti öllum gestum búðarinnar. Mynd: Guðbjörg Guðmundsdóttir

Thomas, sem er fæddur í Frakklandi, segir sumarið hafa verið gott. Á meðan útsendari strandir.is var á staðnum þustu inn á planið fyrir framan búðina um tugur „buggybíla“ með ökufólki sem allt var að leita að hressingu og hvíld. Thomas kippti sér þó lítið upp við komu hópsins og rafmagnsleysið sem stóð yfir á sama tíma.

Einn af fastagestum verslunarinnar. Mynd: Ásta Þórisdóttir

„Frá verslunarmannahelgi finnur maður strax mun því þá fer að verða rólegra. Svo er ákveðin ös í kringum réttirnar á haustin en að þeim afloknum er vertíðinni alveg lokið.“ Hann segir viðskiptavini búðarinnar mikið til vera Íslendingar sem stoppa við á ferð um Vestfirðina. Thomas var sjálfur að ferðast um svæðið fyrir nokkrum árum og ílengdist heldur betur enda verið búsettur í Norðurfirði í nokkur ár. 

Til 15. ágúst er búðin í Norðurfirði opin mánudaga til laugardaga kl. 13-18 og á sunnudögum kl. 13-16.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.
Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Skúla Gautason.

Aðrar fréttir

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.