Heygarðshornið: Sumarkoma og sauðburður

Skrifað af:

Hafdís Sturlaugsdóttir

Sauðburður
Ærin 18-802 með lömbin sín. Mynd: aðsend

Blómstrandi blóm og fuglasöngur

Hafdís Sturlaugsdóttir, bóndi í Húsavík fer í Heygarðshorninu yfir málefni líðandi stundar í bændasamfélaginu.
Blómstrandi vetrarblóm. Mynd: aðsend

Nú er komið sumar og það heilsaði nokkuð vel. Ekki fraus saman, vetur og sumar, hér við Steingrímsfjörð, en það var talið vísa á gott hér áður fyrr. Maður leyfir sér samt að vera bjartsýnn á gott sumar. Krækilyngið og vetrarblómið er farið að blómstra og lífgar upp á melana. Það er komin nál þ.e. byrjað að grænka og sumstaðar eru tún farin að taka lit. Tjaldurinn er orpinn á Húsavíkursandinum og farfuglarnir tínast til landsins hver af öðrum. Það er ekkert yndislegra en að hlusta á fuglasönginn þegar þvotturinn er hengdur út á snúru. Hrossagaukur, stelkur, maríuerla og þrösturinn syngja fagran söng og einstaka rjúpa ropar. Maríuerlan er í sérstöku uppáhaldi hér á bæ og gaman þegar hún flögrar um við fjárhúsin vaggandi stélinu.

Búfjáráburður best nýttur á vorin

Sumir bændur nýttu apríl til að bera búfjáráburð á tún svona áður en frost fór að fara úr jörð. Þannig verður besta nýtingin á búfjáráburði að dreifa honum á tún á vorin því þá eru næringarefnin tekin strax upp. Tilbúni áburðurinn er að berast til bænda sem nota hann þessa dagana. Sú var tíðin að honum var skipað upp á Hólmavík og dreift alveg á Barðaströnd og víðar en nú var aðeins litlum hluta skipað upp á Hólmavík en hann er keyrður t.d frá Hvammstanga og jafnvel enn lengra til bænda hér um slóðir.

Sauðburður hafinn

Sauðburður er hafinn á nokkrum bæjum. Sumstaðar urðu slys þar sem hrútur slapp í ærnar áður en tilhleypingar hófust fyrir alvöru en annarsstaðar var þetta með ráði gert. Margir sem láta sæða ærnar eru snemma í því. Almennt byrjar sauðburður hér um slóðir í byrjun eða fyrstu vikuna í maí. Það er alltaf jafn spennandi þegar fyrstu lömbin fæðast. Maður gleðst yfir hverju lambi og er duglegur að kjassa fyrstu lömbin. Þau muna það síðar á ævinni þau sem sett eru á og verða spakari sem fullorðnar ær. Þegar lömbunum fjölgar verður tíminn minni til að vera með dekur en það er alltaf jafn mikið kraftaverk að sjá lömbin fæðast og draga andann í fyrsta sinn.

Já vorið er svo sannarlega komið og allt að lifna við eftir nokkuð góðan vetur.

Krækilyngið blómstrandi. Mynd: aðsend
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Strandir.is opnaði í dag nýja vefverslun, Kvaka. Kvaka selur hönnun og handverk, þar sem ýmist hönnuðirnir og/eða hráefnið er af Ströndum.
17. júní á Ströndum verður líklega frekar svalur en það mun ekki aftra fóllki frá að skreppa af bæ. Hér er dagskrá þjóðhátíðardagsins.
Listi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi var samþykktur í gær. Í 9. sæti listans er öflug Strandakona.
Auglýst er eftir umsóknum í Lóuna, menningarverðlaun Strandabyggðar. Frestur til tilnefninga hefur verið framlengdur til hádegis 14. júní.
Norðanátt í maí og þurrkar en blóm að blómstra og vorverkin að hefjast. Heygarðshornið fjallar um málefni líðandi stundar í bændasamfélaginu.
Tvö ný bistro opnuðu sama dag á Hólmavík. Bistro 510 sem er staðsett í söluvagni við tjaldsvæðið og Bistro Gistihúss Hólmavíkur.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up