Heygarðshornið: Snoð, fósturtalningar og bólusetningar

Skrifað af:

Hafdís Sturlaugsdóttir

Kindur í Húsavík. Mynd: Hafdís Sturlaugsdóttir

Lífið í hér í sveitinni gengur sinn vanagang. Tíðin hefur verið ágæt eins og kunnugt er. Snjór ekki verið mikið að þvælast fyrir. Menn höfðu áhyggjur af því fyrr í vetur að það gerði hörkufrost á auða jörð og frostið hljóp því langt niður í jarðveginn. Tún hafa verið að mestu auð í allan vetur allavega við Steingrímsfjörð eða fram á síðustu daga þar sem aðeins hefur komið snjóföl á tún.

Búið er að klippa snoðið á allt flestum bæjum, sem það gera á annað borð. Snoð er ullin sem vex frá því að tekið er af á haustin og fram í mars. Flestir hér um slóðir klippa kindurnar sínar þegar þær koma á hús á tímabilinu frá lokum október og fram í desember. Margir klippa sjálfir en aðrir fá til sín þaulvana klippara til að sjá um verkið. Hér um slóðir hafa þeir Reynir Björnsson í Miðdalsgröf og Ragnar K. Bragason á Heydalsá farið á milli bæja og klippt. Einnig koma klipparar annarsstaðar frá.

Í febrúar og mars var fósturtalið á mörgum bæjum. Það hefur tíðkast í nokkuð mörg ár að láta telja fóstrin í ánum. Það eru nokkrir aðilar sem koma og telja hjá bændum hér um slóðir. Það að „kíkja í pakkann“ er ekki bara til að svala forvitninni heldur getur þetta gagnast vel við fóðrun ánna seinni hluta meðgöngu og ekki síður þegar og ef venja þarf undir á sauðburði. Þannig léttir það vinnuna að vita að ær séu einlembdar og hægt að venja undir þær lamb áður en þær bera sínu lambi, þeir sem eru svo „heppnir“ að eiga eitthverjar einlembur á móti þrílembunum og tvílembdu lambgimbrunum.

Nú er mikið fjallað um bólusetningar og þá aðallega verið að tala um bóluefni gegn Covid-19. Sauðfjárbændur horfa kannski meira á aðrar bólusetningar allavega þegar fer að nálgast apríl. Nokkrir sjúkdómar í lömbum geta komið upp á sauðburði og eftir að honum líkur sem gott er að bólusetja fyrir. Þá eru það ærnar sem eru bólusettar og mótefni berst til fóstursins. Helstu skaðvaldar sem bólusett er fyrir er lambablóðsótt og garnapest eða flosnýrnaveiki.

Ennþá hefur ekki frést af því að fæðst hafi lömb hér um slóðir þetta vorið og líklega er um mánuður þar til sauðburður byrjar af einhverju ráði.

Hafdís Sturlaugsdóttir,

bóndi í Húsavík á Ströndum

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

„Norðvesturkjördæmið hefur verið að eflast mikið síðustu ár og tækifærin þar til áframhaldandi uppbyggingar eru óþrjótandi.“
„Norðvesturkjördæmi á sér aðeins framtíð ef fólk sér fyrir sér framtíð sína þar. Til að fólk vilji búa á stöðunum þarf að huga að fjölbreytni.“
Strandabyggð hlaut veglegan styrk úr húsafriðunarsjóði Minjastofnunar Íslands.
Á síðustu árum hefur færst í vöxt að bændur nýti sér fósturtalningar í ám til hagræðingar í sauðburði. Hér er rætt við fósturteljara.
Á sveitarstjórnarfundi í Strandabyggð þann 13. apríl sl. voru samþykktar nýjar reglur um meðferð og birtingu skjala og fundargagna.
Í síðustu viku varð sú nýbreytni í skólastarfi í Grunnskóla Drangsness að boðið er upp á hádegismat fyrir bæði nemendur og starfsfólk í fyrsta sinn.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up