Heygarðshornið: Norðanátt í maí og vorverkin

Skrifað af:

Hafdís Sturlaugsdóttir

Ær úti á túni í Húsavík. Mynd: Hafdís Sturlaugsdóttir

Þá er liðinn maí. Það urðu nokkur umskipti á veðrinu í byrjun maí. Í norðanáttinni varð ullarsíðbrók og ullarbolur besti vinur bóndans, sérstaklega á nóttunni. Það fraus nú kannski ekki allar nætur en flestar. Eins og allt leit nú vel út með sprettu í apríl þá stoppaðist allt í maí og eflaust spiluðu þurrkarnir inn í líka. Það var mjög þurrt hér um slóðir eins og víða um land. Víðast hvar hér er beit sem gerir minni hættu á gróðureldum þar sem eldsmatur er minni. Þar sem lúpínan er útbreidd er kannski meiri ástæða til að hafa áhyggjur þar sem mikil sina kemur af henni. En við sluppum vel. Gróður er samt óvenju seint á ferðinni. Síðustu tólf ár hef ég skráð niður blómgun á lambagrasi og hefur það aldrei verið jafn seint á ferðinni, en fyrsta blómið sem ég skráði var í enda maí. Þar hafa eflaust hjálpast að þurrkar og kuldinn. En vætan síðustu daga er að bæta vatnsbúskapinn.

Blómstrandi lambagras – karlkyns blóm. Mynd: Hafdís Sturlaugsdóttir

En kuldinn sem smaug í gegn um merg og bein varð til þess að sauðburður var erfiðari þar sem erfitt var að setja lambær út í þennan kulda þó að þær hafi góð skjól. Því var víða orðið mjög þröngt í húsunum þegar loksins hlýnaði eftir Hvítasunnuhelgina. En kuldinn var ekki alslæmur. Allavega var minna um sýkingar, s.s. slefa og júgurbólga, sem oft ná sér á strik þegar heitt verður í fjárhúsunum. Fátt er svo með öllu illt. Nú er búið að setja flest allt fé út nema vandræðakindurnar eru eftir inni. Nú taka vorverkin við í sveitinni þau sem biðu á meðan sauðburður var í hámarki. Áburðardreifing og vinna í flögum ef einhver eru.

Æðarvarp fór almennt fremur seint af stað líklega vegna kuldans. Fyrsta grágæsin með unga sást í lok maí þannig að hún hefur verpt í byrjun mánaðarins. En nú er allt að lifna fyrir alvöru og verður að fara varlega þegar gengið er um úthagann þar sem mófuglar eru með hreiður sín og syngja sinn fagra söng og kalla viðvörunarhljóð vegna þeirra sem sem fara um.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.
Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Skúla Gautason.

Aðrar fréttir

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.