Heygarðshornið: Heyskapur, beit og kolefnisbinding

Skrifað af:

Hafdís Sturlaugsdóttir

Heyskapur í Húsavík
Síðasta rúllan af fyrri slætti í Húsavík á leið í stæðuna. Mynd: Hafdís Sturlaugsdóttir.

Eftir fornu mánaðarheitunum byrja heyannir 23. júlí. Þetta árið voru bændur almennt í óða önn að slá þegar þær byrjuðu. Yfirleitt eru menn nú heldur fyrr með sláttinn en í ár var fremur þurrt og vantaði tilfinnalega vætu framanaf sumri. Þetta varð til þess að nokkrir hófu heyskap áður en fullsprottið var til að bjarga því sem bjargað varð áður en „brann af“. Það að brenna af er þegar grasið er orðið það þurrt að það byrjar að sölna og getur því ekki vaxið aftur þó að það fái vætu. Gróður var reyndar seinn á ferðinni vegna kulda í júní og ekki bætti þurrkurinn úr. Þó að heyskapartíðin hafi verið góð þá var heyfengur ekki nema í tæpu meðallagi allavega hér á bæ. En nú er sprettutíð og því von á að hægt verði að slá há (seinni slátt) síðar í ágúst. 

Hófleg beit bindur meira kolefni en í skógrækt

Nú er beitartíminn hjá sauðfénu. Á Ströndum er flest fé á frjálsri beit. Það þýðir að beit er ekki stýrt. Flest fé er fram á dölum eða til fjalla. Að undanförnum árum hefur verið mikið rætt um beit. Við búum svo vel á þessu svæði að hér er hófleg beit á flestum svæðum. Með hóflegri beit vinnst margt. Nýjar rannsóknir hafa sýnt að hófleg beit bindur meira kolefni niður í jarðveginn heldur en gerist í óbeittu landi og líka meira heldur en í skógrækt enda bindst kolefnið í skógrækt í trjánum sjálfum.

Lyngmói með krækilyngi, bláberja- og aðalbláberjalyngi. Mynd: Hafdís Sturlaugsdóttir.

Þegar land er beitarfriðað til lengri tíma breytist landið. Við getum vel séð áhrif beitarfriðunar t.d. í Langadal í Djúpi, þar sem fyrst elfting og svo mosi taka við af graslendi. Hvorug þessarra plantna bindur kolefni þannig að í raun verður losun meiri en binding á slíku landi. Beitarfriðun á því svæði hefur einnig haft áhrif á berjasprettu þar sem berjalyngið lætur undan síga. Þannig stuðlar beit að líffræðilegri fjölbreyttni. Víða erlendis eru farið að nota kindur og geitur markvisst til að viðhalda búsvæðum fyrir lyng og þar með skordýr t.d. hunangsflugur (sem eiga mjög undir högg að sækja) og líka til að halda niðri illgresi og öðrum gróðri til dæmis til að minnka hættu á skógareldum. Aðrir sem græða á beit eru mófuglarnir en þeir þurfa opið land og fjölbreytta fánu smádýra til að nærast á. Á Íslandi verpa um 60% -70% af heimsstofni móflugla, aðeins misjafnt eftir tegundum. Sauðfjárbændur á Ströndum eru því að gera sitt til að viðhalda ýmsu öðru heldur bara kindum sínum. 

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.
Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Skúla Gautason.

Aðrar fréttir

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.