Grípum tækifærin – verkin tala

Skrifað af:

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Lilja Rafney VG
Lilja Rafney Magnúsdóttir. Mynd: aðsend.

Norðvesturkjördæmið hefur verið að eflast mikið síðustu ár og tækifærin þar til áframhaldandi uppbyggingar eru óþrjótandi. Ég býð mig áfram fram til forystu í 1. sæti í forvali VG sem nú stendur yfir í Norðvesturkjördæmi til að fylgja fast eftir hagsmunabaráttu þessa landshluta til sjávar og sveita. Það er nauðsynlegt að skapa áfram þann jarðveg að ungt fólk leiti eftir búsetu út um land og stuðli þannig að vexti og viðgangi landshlutans. Þó kjördæmið sé að mörgu leyti ólíkt innbyrðis þá eru þar sameiginlegir hagsmunir hvort sem fólk býr í þéttbýli eða í dreifbýli. Við höfum þrjá öfluga háskóla og háskólasetur sem brýnt er að tryggja áfram góðan rekstrargrundvöll. Möguleikar til fjarnáms og fjölgunar starfa án staðsetningar í fjarvinnslu eru miklir eins og dæmin sanna í kjördæminu þar sem mjög vel hefur tekist til og síðasta ár hefur sýnt okkur það að fjarvinnsla og fjarfundir eru komnir til að vera sem gefur möguleika á ótal atvinnutækifærum víða um land.

Á þessu kjörtímabili hefur okkur tekist undir forystu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að stórauka fjárframlög til innviðauppbyggingar, samgöngumála, tengivega, ljósleiðaravæðingar og jöfnun orkuverðs svo eitthvað sé nefnt. Einnig höfum við sett aukna fjármuni í heilbrigðisstofnanir og fjölgun hjúkrunarrýma og niðurgreitt heilbrigðiskostnað til almennings sem er mikilvægt og verið er að styrkja ennfrekar aðgengi fólks út um land að sérfræðilæknum og geðheilbrigðisþjónustu.

Við höfum lagt mikla áherslu á að auka fjármagn til nýsköpunar og hafa framlög aukist um 70% á kjörtímabilinu. Nýbúið er að samþykkja frumvarp um opinberan stuðning við nýsköpun þar sem ég var framsögumaður á málinu í atvinnuveganefnd en þar tók málið mjög jákvæðum breytingum til hagsbóta fyrir landsbyggðirnar sem allur þingheimur samþykkti. Þar var m.a. sett á fót „Nýsköpunargátt“ sem býður uppá ókeypis ráðgjöf og stuðning fyrir frumkvöðla á landinu öllu sem er nýjung. Ég hef leitt vinnu um svokölluð „Hlutdeildarlán“ í velferðarnefnd þar sem ríkið greiðir 20% mótframlag í fyrstu íbúðarkaupum fyrir tekjulága sem styður mjög við möguleika ungs fólks. Þar lagði ég til að 20% af þessum stuðningi ríkisins væri eyrnamerktur landsbyggðunum sem var samþykkt. Barátta mín inn á þingi hefur snúist um breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu og þar hef ég náð fram dagakerfi í strandveiðum.  Unnið að innviðauppbyggingu á landsbyggðunum, jöfnun orkuverðs, eflingu fjölbreytts landbúnaðar, auknu jafnrétti til náms, náttúruvernd og endurreisn heilbrigðis og velferðarkerfisins þar sem hagsmunir aldraðra, öryrkja og unga fólksins eru tryggðir. Ferðaþjónustan mun rísa á ný og þar eru möguleikarnir á áframhaldandi uppbyggingu miklir og stofnun Hálendisþjóðgarðs mun efla þá grein sbr. aðdráttarafls þjóðgarðsins á Snæfellsnesi.

Ég hef verið formaður atvinnuveganefndar sl. fjögur ár þar sem unnið hefur verið með fjölda mála á sviði sjávarútvegs, landbúnaðar, ferðaþjónustu, orkumál, skapandi greina og nýsköpunarmála. Mikil samvinna hefur verið í nefndinni og hef ég lagt mig í líma við að vinna sem best í samstöðu að úrlausn mála sem hefur borið góðan árangur.

Mótuð hefur verið landbúnaðarstefna fyrir Ísland og við höfum samþykkt aðgerðaáætlun í matvælaöryggi og vernd búfjárstofna og stofnað Matvælasjóð. Allt eru þetta aðgerðir sem eru jákvæðar fyrir tækifæri og möguleika á að efla íslenskan landbúnað til framtíðar. Mjólkuriðnaðurinn þarf að halda áfram að auka nýsköpun en gott dæmi um slíkt er úr Skagafirði þar sem mysan er fullnýtt sem afurð. Innlendur landbúnaður er í góðri stöðu til að draga úr kolefnisspori og takast á við orkuskipti og sú vinna er þegar hafin hjá greininni með stuðningi í búvörusamningum. 

Ég býð áfram krafta mína og reynslu til að vinna að réttlátu samfélagi og þjóðfélagsbreytingum með sjálfbærni að leiðarljósi þar sem við byggjum á fjölbreyttu atvinnulífi og góðu aðgengi að menntun og heilbrigðiskerfi fyrir alla.

Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður og formaður atvinnuveganefndar.

Frambjóðandi í forvali VG 23 til 25 apríl.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Útsýnið frá Malarhorni er einstakt: þar sést perla fjarðarins, Grímsey. Þaðan er hægt að fara í eyjuna, skoða lunda og fara á sjóstöng.
Nábrókin er smáhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina í Trékyllisvík í Árneshreppi. Mýrarbolti og fjárhústónleikar.
Kaldalónstónleikar og útgáfuhóf bókarinnar Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd um verslunarmannahelgina.
Starfsfólk Strandabyggðar er nú margt komið í sumarfrí eins og margur landinn. Hér er hægt að sjá sumarlokanir stofnana sveitarfélagsins.
Í gær voru veittar auknar strandveiðiheimildir sem þýðir að tryggt er að kvótinn klárist ekki á tímabilinu en sumarið hefur verið ótíðasamt.
Sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Á fimmtudag kl. 20, verður rölt um Tungugröf á Ströndum. Öll eru hjartanlega velkomin.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up