Galdraannáll 2021

Skrifað af:

Anna Björg Þórarinsdóttir

Sjálfboðaliðar við viðgerðir á Kotbýli kuklarans. Mynd: Guðbjörg Guðmundsdóttir

Það má segja að útlit Galdrasýningarinnar hafi tekið miklum breytingum á árinu sem leið, þá bæði í raunheimum og vefheimum því mikið var unnið í lagfæra húsnæði auk þess sem glænýr og glæsilegur vefur var opnaður, galdrasyning.is. Árið byrjaði með mikilli fjölmiðlaumfjöllun en Morgunblaðið birti heilsíðu umfjöllun um sýninguna og 20 ára afmæli hennar en sú umfjöllun leiddi af sér að vera boðuð í viðtal í morgunútvarp Rásar 2.

Í byrjun árs var vinna við þakið á Galdrasýningunni hafið en það var svo endurnýjað að fullu snemma vors, klætt og málað. Ekki var mikið um gesti fyrstu mánuðina en við prófuðum okkur áfram í að bjóða um á heimsóttan mat sem heimamenn tóku vel í. Svo voru það skíðanámskeiðsnemendur sem lífguðu upp á helgarnar og viljum við nota tækifærið og hrósa Skíðafélagi Strandamanna fyrir að auka fjölbreytni í afþreyingu á svæðinu fyrir heimamenn og gesti okkar.

Um veturinn var prófað að streyma sögustundum á samfélagsmiðla safnins til að ná til erlendra fylgjenda til að veita þeim fróðleik og skemmtun þó það gæti ekki komið til okkar en þetta hlaut góð viðbrögð og þökkum við öllum sem hlustuðu. En svo í einni sögustundinni var talað um refsingar við göldrum sem framkvæmdastýrunni refsaðist svo fyrir daginn eftir þar sem kviknaði í bílnum hjá henni fyrir utan Galdrasýninguna. Enginn slasaðist en þetta vakti athygli í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Í kjölfarið var ég svo fengin sem viðmælandi í hlaðvarpið Witches of Scotland en á bak við það standa konur sem telja mikilvægt að minnast allra þeirra sem var refsað fyrir galdur í Skotlandi og þrýsta á stjórnvöld að veita þeim uppreisnar æru.

Vinna við Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði. Mynd: Anna Björg Þórarinsdóttir

Um vorið fengum við þær gleðifréttir að okkur hafði verið úthlutaður styrkur úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að bjarga Kotbýli kuklarans sem hafði verið lokað frá sumrinu 2018 vegna hættu á að þakið myndi hrynja á gesti. Í maí fengum við í lið með okkur velunnara og fleira gott fólk til að ráðast í að hreinsa burtu torfið af þaki Kotbýlisins og gera það tilbúið fyrir smíðavinnu sem sumarið var notað í. Um haustið var svo húsinu lokað en enn á eftir að klára það að innan og setja sýninguna upp en stefnt er að því að opna sýninguna í byrjun sumars á þessu ári. Vegna faraldursins þá hliðraðist háannatíminn hjá okkur, byrjaði seinna um sumarið og náði lengra fram á haust og erum við því nokkuð ánægð með árið heilt yfir. 

Torfið sett á nýja þakið á Kotbýli kuklarans. Mynd: Anna Björg Þórarinsdóttir

Um haustið var farið í að vinna að þakinu á Hólmavík innanfrá þar sem skipt var um einangrun. Það voru líka gerðar breytingar í eldhúsi þar sem keyptur var stór iðnaðarofn svo við eigum betra með að elda fyrir hópa, sem við hlökkum til að fá til okkar einhvern tímann í framtíðinni.

Í nóvember náðum við loksins að halda Galdraskólann sem fengist hafði styrkur í úr Barnamenningarsjóði árið áður. Þá fengum við hóp af kennurunum og listamönnum frá Reykjavík til að vera með töfrasprotanámskeið fyrir grunnskólabörnin á Drangsnesi, Hólmavík og Reykhólum. Galdraskólinn stóð yfir í þrjá daga og var grunnskólabörnunum skipt niður á dagana eftir skólastigi og hvert skólastig fékk einn dag af töfrum og dulmögnuðum sagnaheimi. 

Galdrasýningin hefur svo tekið þátt á menningarviðburðum eins og Vetrarsól á Ströndum, Hörmunardögum, Bókavík og Hamingjudögum. Á síðastnefndu hátíðinni sáum við um Quidditch leika á Galdratúninu, bæði fyrir börn og fullorðna. Við höfum fengið til okkar tónlistarfólk eins og Valdimar og Örn Eldjárn og Svavar Knút. Við erum þakklát fyrir það sem við höfum náð að gera og viljum þakka öllum sem komu til okkar og hjálpuðu okkur með verkefnin okkar, sérstaklega sjálfboðaliðarnir sem komu og unnu í Kotbýlinu seinasta vor. 

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Um áramótin urðu kaflaskil á Hólmavík þegar Café Riis fékk nýjan eiganda. Arkitektinn Guðrún Ásla Atladóttir hefur tekið við lyklunum.
Óskar Hafsteinn, kokkur, deilir með okkur uppskrift að spari eftirrétt, sítrónu tart, sem hann gerði m.a. í sveinsprófinu sínu.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.
Auglýst er eftir tilnefningum um íþróttamanneskju ársins 2021 í Strandabyggð. Öll sem vilja geta sent inn tilnefningu.