Framtíð Norðvesturkjördæmis

Skrifað af:

Sigríður Gísladóttir

Sigríður Gísladóttir VG
Sigríður Gísladóttir. Mynd: Aðsend.

Norðvesturkjördæmi á sér aðeins framtíð ef fólk sér fyrir sér framtíð sína þar. Til að fólk vilji búa á stöðunum – sama hvaða nafni þeir nefnast þarf að huga að fjölbreytni. Það þarf fjölbreytt atvinnutækifæri fyrir fjölbreytt fólk með ólíkan bakgrunn. Við viljum öll helst búa í einhvers konar Kardemommubæ þar sem bakarinn bakar brauð og skóarinn smíðar skó. En það er ekki raunin víðast hvar, þó ég telji mig einstaklega heppna hvað það varðar, með minn kæra Ísafjarðarbæ. Hér er bakari og rakari en að vísu enginn skóari og ég get ekki keypt brjóstahaldara og það fæst bara sushi í Nettó á föstudögum. Ég hvet ykkur til að kanna þjónustustigið hjá ykkur með því að gá hvort það sé hægt að kaupa barnaföt og brjóstahaldara í ykkar verslunarkjarna! Við verðum að huga að því sem fæst í Heimabyggð, styðja við það sem er næst okkur, jafnt í stóru sem smáu. Það verður að vera eftirsóknarvert fyrir fólk að setjast að með fjölskyldu sína á nýjum stað, eða jafnvel á stað sem það á rætur í. Fjölbreytni í mannlífi hefur nefnilega margföldunaráhrif í framboði af afþreyingu, menningu og íþrótta- og tómstundastarfi sem íbúum býðst.

Grundvallaratriði er vissulega að hafa trygga atvinnu. Fólk sem missir vinnuna á stöðum þar sem atvinna er einsleit, það flytur oft bara suður til að fá aðra eins vinnu. Til að auka á fjölbreytnina þarf hið opinbera að gera það sem það getur til að jafna aðstöðumun og aðgengismun. Í jafnt rafmagnsmálum, líkt og með hringtengingu Vestfjarða, bættum fjarskiptum með því að styðja við ljósleiðaratengingu smærri þéttbýlisstaða, samgöngum með útrýmingu malarvega og jarðgöngum þar sem þeirra er þörf og heilbrigðisþjónustu sem byggist ekki bara á fjarþjónustu heldur líka eflingu heimaþjónustunnar og þeirra stofnana sem eru til staðar.

Í Norðvesturkjördæmi fer fram mikil nýsköpun og í úthlutunum úr sjóðum til nýsköpunarverkefna fer hlutfallslega meira styrkfé á okkar svæði samanborið við önnur landssvæði utan höfuðborgarsvæðisins. Það er öflugum háskólum að hluta til að þakka, en líka því að við búum að sterkum stoðum í ferðaþjónustu, sjávarútvegi og landbúnaði – misgömlum og missterkum atvinnugreinum sem hafa séð sæng sína upp reidda til að gera eitthvað nýtt á breyttum tímum. Gera eitthvað úr engu. Taka myndir af sama refnum þúsund sinnum í stað þess að skjóta hann einu sinni eða margfalda kílóverðið á verðlausu ærkjöti með því að krydda það og þurrka. Við getum kannski á endanum farið að láta fjallagrasahugmyndina rætast sem kviknaði við Kárahnjúkavirkjun og hlegið var að fram að hruni.

Ég held það verði lykillinn að velsæld okkar kjördæmis, að gera eitthvað annað, innan um allt þetta stóra.

Á föstudag hefst forval Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi og stendur það til sunnudags. Það er rafrænt og fer fram á vg.is Hér má líka finna upplýsingar um öll þau sem eru í framboði: https://nordvestur.vg.is/

Ég býð mig fram í annað til fjórða sæti og segi „skjáumst“ á kjörstað.

Sigríður Gísladóttir
Dýralæknir
Ísafirði

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Útsýnið frá Malarhorni er einstakt: þar sést perla fjarðarins, Grímsey. Þaðan er hægt að fara í eyjuna, skoða lunda og fara á sjóstöng.
Nábrókin er smáhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina í Trékyllisvík í Árneshreppi. Mýrarbolti og fjárhústónleikar.
Kaldalónstónleikar og útgáfuhóf bókarinnar Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd um verslunarmannahelgina.
Starfsfólk Strandabyggðar er nú margt komið í sumarfrí eins og margur landinn. Hér er hægt að sjá sumarlokanir stofnana sveitarfélagsins.
Í gær voru veittar auknar strandveiðiheimildir sem þýðir að tryggt er að kvótinn klárist ekki á tímabilinu en sumarið hefur verið ótíðasamt.
Sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Á fimmtudag kl. 20, verður rölt um Tungugröf á Ströndum. Öll eru hjartanlega velkomin.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up