Fjöruhreinsun á sunnudaginn

Skrifað af:

Kristín Einarsdóttir

Nesströndin hreinsuð
Margar hendur vinna létt verk. Nesströndin hreinsuð 2020. Mynd: aðsend.

Fyrir nokkrum árum tóku sig til nokkrir umhverfissinnar búsettir í Kaldrananeshreppi og stofnuðu hóp sem kallaður var einfaldlega Umhverfisshópurinn. Hópurinn hittist reglulega og ýmislegt hefur verið rætt, sumt framkvæmt en annað enn á umræðustigi. Dæmi um það sem borið hefur á góma er stígagerð, stikun gönguleiða í hreppnum, skiltagerð við ýmsa markverða staði en það sem er líklega stærsta verkefnið hingað til er árleg fjöruhreinsun sem hópurinn hefur frumkvæði að en mjög mikil þátttaka er meðal íbúa og gesta hreppsins. Sumarið 2019 var fjaran frá Drangsnesi til Hveravíkur hreinsuð og síðastliðið sumar var hreinsað á Nesströndinni. Í bæði skiptin var mun meira „drasl“ sem tekið var úr fjörunum en við áttum von á og má nefna að á um það bil tveggja kílómetra kafla á Nesströndinni safnaðist í fimm gáma.

Dagur umhverfisins

Dagur umhverfisins er 25. apríl og um þann dag segir Stefán Gíslason umhverfisverkfræðingur og Strandamaður í pistli á Rúv:

„Tilgangurinn með degi umhverfisins er að efla vitund fólks um allan heim um mikilvægi þess að vernda náttúruna og hvetja það til að gera eitthvað gott fyrir jörðina sína. Þetta er sem sagt öllu öðru fremur dagur fólksins.“

Stefnt er að því að hreinsa fjöruna frá Hörsvík að Sandvík.

Nú á degi umhverfisins 25. apríl stendur til að hreinsa fjöruna frá Hörsvík á Nesströnd að Sandvík á Selströnd. Fólk getur t.d. skráð hvaða svæði það vill hreinsa á facebook síðu Drangsness eða síðu Umhverfishópsins en þar er að finna kort af svæðinu.

Svo er líka hægt að hitta einhvern úr Umhverfishópnum við Búðina á Drangsnesi kl. 13:00 til skrafs og ráðagerða um heppilegt hreinsunarsvæði. Í lok dags um kl. 17:00 er hefð fyrir kakó- og kleinuveislu í Söngsteini við Hveravík og vonandi getum við haldið í þá hefð þrátt fyrir covid.

Við viljum samt taka fram að þetta er ekki eina hreinsunin sem farið hefur fram í Kaldrananeshreppi, kvenfélag hreppsins stóð til dæmis fyrir hreinsun meðfram veginum og ýmsir aðrir hafa að sjálfsögðu lagt hönd á plóg.

– Umhverfishópurinn Kaldrananeshreppi.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Útsýnið frá Malarhorni er einstakt: þar sést perla fjarðarins, Grímsey. Þaðan er hægt að fara í eyjuna, skoða lunda og fara á sjóstöng.
Nábrókin er smáhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina í Trékyllisvík í Árneshreppi. Mýrarbolti og fjárhústónleikar.
Kaldalónstónleikar og útgáfuhóf bókarinnar Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd um verslunarmannahelgina.
Starfsfólk Strandabyggðar er nú margt komið í sumarfrí eins og margur landinn. Hér er hægt að sjá sumarlokanir stofnana sveitarfélagsins.
Í gær voru veittar auknar strandveiðiheimildir sem þýðir að tryggt er að kvótinn klárist ekki á tímabilinu en sumarið hefur verið ótíðasamt.
Sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Á fimmtudag kl. 20, verður rölt um Tungugröf á Ströndum. Öll eru hjartanlega velkomin.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up