Áramótaávarp verkefnastjóra Sterkra Stranda

Skrifað af:

Sigurður Líndal Þórisson

Siguður Líndal. Mynd: Vestfjarðastofa

Á tveggja áratuga dvöl minni í Bretlandi tók ég ástfóstri við nokkrar íþróttir sem ég hafði engan gaum gefið áður: Krikket, snóker, og tennis – svo eitthvað sé nefnt. Það sem þessar íþróttir eiga sameiginlegt er að það veit enginn hve leikurinn er langur, það er engin tímataka; þetta er búið þegar þetta er búið. Lengd leiksins er enda stór orsakavaldur úrslita leiksins, tímalengdin veldur álagi, gefur leikmönnum tækifæri til að velta sér upp úr mistökum, efast um eigið ágæti, fara á taugum. Óskilgreind timalengdin afhjúpar skaphöfn, seiglu og harðfylgi leikmannanna. Þeir sem hafa stóru hæfileikana verða oft undir gegn þeim sem hafa stóra karakterinn.

Ég hallast að því að heimsfaraldurinn okkar allra sé svona; sé krikket frekar en handbolti – löng, illskiljanleg og flókin rimma sem enginn veit alveg hvenær klárist. Ég hallast líka að því að það sé núna – um miðbik þessarar óskilgreindu lengdar leiksins – þar sem við sjáum hver sé hvað, hver sé í alvöru stór karakter – og hver ekki.

Sem verkefnisstjóri Sterkra Stranda hefur verið ánægjulegt að fylgjast med þeirri atorku og hugkvæmni sem frumkvöðlar á Ströndum hafa sýnt við vinnslu verkefna sinna við þessar erfiðu aðstæður. Sum verkefni hafa tekið næstu skref, keppt í samkeppnissjóðum á landsvísu og fengið góðan framgang. Við getum verið stolt af þeim árangri.

Hér í Strandabyggð hefur verið magnað að sjá, nú á allra síðustu dögum, sveitarfélaginu takast af harðfylgi að brjótast úr nauðvörn i sóknarstöðu. Fórnarkostnaðurinn viò það hefur verið drjúgur, og verður það áfram, enda allir kostir illir. Nú er samt loksins að opnast glufa til sóknar. Vonandi tekst að spila jákvætt úr þeirri stöðu.

Á nýliðnu ári fékk ég tækifæri til að vinna með fólki úr fjórðungnum öllum að fjölbreyttum verkefnum, þetta fólk eflir þá trú mína að hér sé enginn skortur á karakter, það eina sem okkur vantar er að fá að taka þátt í leiknum.

Áramótaávarp þetta birtist í fréttabréfi og áramótakveðju Vestfjarðastofu.

Nýjustu fréttir og greinar

Sveitasíminn er nýtt hlaðvarp á Ströndum sem Sauðfjársetrið heldur úti í tilefni 20 ára afmælis safnsins um þessar mundir.
„Flokkur fólksins hefur barist með kjafti og klóm fyrir strandveiðum fyrir sjávarbyggðirnar. Fyrsta skrefið er að tryggja 48 veiðidaga á ári.“
Trékyllisheiðarhlaupið verður haldið öðru sinni nk. laugardag 13. ágúst. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti á morgun, miðvikudagskvöld 10. ágúst.
Hópur kvenna hafa komið af stað söfnun fyrir sjúkrabörum, spelkum og sjúkrakassa til að gefa staðarhöldurum í Reykjarfirði á Hornströndum.

Mest lesið í vikunni

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Sveitasíminn er nýtt hlaðvarp á Ströndum sem Sauðfjársetrið heldur úti í tilefni 20 ára afmælis safnsins um þessar mundir.
„Flokkur fólksins hefur barist með kjafti og klóm fyrir strandveiðum fyrir sjávarbyggðirnar. Fyrsta skrefið er að tryggja 48 veiðidaga á ári.“
Trékyllisheiðarhlaupið verður haldið öðru sinni nk. laugardag 13. ágúst. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti á morgun, miðvikudagskvöld 10. ágúst.
Hópur kvenna hafa komið af stað söfnun fyrir sjúkrabörum, spelkum og sjúkrakassa til að gefa staðarhöldurum í Reykjarfirði á Hornströndum.