Af hverju er félagsmiðstöð mikilvæg?

Skrifað af:

Ritstjórn

Birna Dröfn Vignisdóttir og Elma Dögg Sigurðardóttir. Mynd: Esther Ösp Valdimarsdóttir

Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavika er haldin á öllu landinu núna 15. – 19. nóvember, fyrir tilstilli SAMFÉS, samtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi. Markmið vikunnar er að vekja athygli á því uppbyggilega frístundastarfi sem fer fram í félagsmiðstöðvunum fyrir börn og unglinga og kynna það fyrir foreldrum og öðrum áhugasömum.

Esther Ösp Valdimarsdóttir, tómstundafulltrúi í Strandabyggð, segir að það sé dýrmætt að fá hvatningu til að vekja athygli á uppbyggilegu og góðu starfi sem fram fer en í vikunni hélt félag fagfólks í frítímaþjónustu rafræna kynningu fyrir félagið um frístundastarf í Strandabyggð og á Reykhólum. Vegna samkomutakmarkana var viðburðurinn lokaður fyrir almenning en ungmenni í Strandabyggð hittust til að hlýða á erindið.

Frá kynningunni um tómstundastarf. Mynd: Esther Ösp Valdimarsdóttir

Í tilefni félagsmiðstöðvavikunnar hafa unglingar í Ozonráði tekið að sér að sjá um Instagram reikning Strandabyggðar þessa vikuna og eru að vinna að vídeókynningu um félagsmiðstöðina Ozon sem mun líta dagsins ljós á næstu dögum.

Strandir.is hafa opnað á samstarf við bæði Ungmennaráð Strandabyggðar og Ozonráð til að auka sýnileika ungmenna og gefa þeirra skoðunum rödd.

En af hverju er félagsmiðstöð mikilvæg?

Hvert er gildi félagsmiðstöðva fyrir ungmenni á svæðinu? Þórey Dögg Ragnarsdóttir og Ólöf Katrín Reynisdóttir svara þessari spurningu í aðsendum pistli:

„Félagsmiðstöðin skiptir okkur máli af því að hún gefur okkur tækifæri til að vera skapandi og hafa gaman saman utan skóla, að hafa stað fyrir krakka til að hittast og hafa gaman getur hjálpað þeim með félagslíf og það er bara gaman fyrir þá að hittast oft utan skólans þegar þú ert ekki bundin því að vera að læra, það er margt sem hægt er að gera og það er alltaf stuð og stemning á opnunum, það er gott að hafa stað þar sem krakkar geta hist og verið saman án þess að þurfa að vera heima hjá einhverjum.

Félagsmiðstöðin Ozon er félagsstarf barna og unglinga í Strandabyggð. Félagsmiðstöðin hefur opnanir seinnipart dags, fyrir nemendur í 4.-6. bekk og 7.-10. bekk á Hólmavík og Drangsnesi. Félagsmiðstöðin heldur sig í kjallaranum í félagsheimilinu á Hólmavík þar sem einu sinni voru geymdir búningar og leikmunir. Við unglingarnir höfum meðal annars haft söfnun fyrir Kvennaathvarfið í formi netstreymis og söfnuðum um 80.000 kr.

Við höfum líka haldið gistikvöld og bæði verið með og farið á hittinga með Reykhólum og Búðardal. Í vetur ætlum við að fara á Samfés, halda gistikvöld með Reykhólum, Búðardal og Stykkishólmi og Ozonráðið stefnir á að fara á landsmót á Hvolsvelli.

Á Ozonráðs fundum plönum við og skipuleggjum opnanir félagsmiðstöðvarinnar sem eru á fimmtudagskvöldum frá kl. 18-20 fyrir 7.-10. bekk og kl. 16-18 fyrir 4.-7. bekk, einnig er opið frá 14:30-16:00 á mán-mið og 13:00-16:00.
Á mánudögum hittast 2-3 nemendur úr miðstigi og plana hvað þau vilja gera á næstu opnun. Það sem miðstig hefur verið að gera er Among us in real life, baka og leiklistar kvöld þar sem þau sömdu leikrit og fengið Reykhóla í heimsókn.

Ozon tekur virkan þátt í öllu starfi Samfés og á t.d einn fulltrúa í Ungmennaráði Samfés. Einu sinni kom Þjóðleikhúsið og sýndi leikrit fyrir 7-10 bekk, þetta leikrit var samið af Matthías Tryggva Haraldssyni (söngvari Hatara).“

Höfundar: Þórey Dögg Ragnarsdóttir og Ólöf Katrín Reynisdóttir.

Fylgja Ozon á samfélagsmiðlum:

Ozon á Instagram: @felo.ozon

Ozon á Snapchat: felo_ozon

Strandabyggð á Instagram: @strandabyggd

Ólöf Katrín Reynisdóttir og Þórey Dögg Ragnarsdóttir. Mynd: Aðsend
Esther Ösp ásamt krökkum í félagsmiðstöðinni. Mynd: Esther Ösp Valdimarsdóttir
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Matkrókurinn kynnir matgæðinga á Ströndum sem deila uppáhalds uppskriftunum sínum. Helga Gunnarsdóttir deilir jarðarberja- og Baileys tertu.
Eiríkur Valdimarsson er ekki veðurfræðingur en hann hefur lengi velt fyrir sér alþýðlegum veðurspám. Kristín okkar ræddi við Eirík um veðrið.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.

Aðrar fréttir

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.
Einvalalið vestfirsks tónlistarfólks hefur tekið höndum saman og mun bjóða upp á jólatónleika á Hólmavík, Tálknafirði og Ísafirði í desember.