Af hörmungum, hamingju og heimsfaraldri

Skrifað af:

Guðbjörg Guðmundsdóttir

Við Kotbýli kuklarans. Mynd: Haukur Sig.

Glöggt Strandafólk hefur tekið eftir ákveðnu mynstri hvað varðar kórónuveirufaraldurinn hér á landi og hópsamkomur og hátíðahöld Strandafólks.

Svo virðist sem hinn afar hvimleiði heimsfaraldur á Íslandi komi til með að afmarkast af tveimur hátíðum á Ströndum; Hörmungardögum annars vegar og Hamingjudögum hins vegar.

Hörmungardagar eru hátíð alls þess ömurlega, ómögulega, neikvæða og niðurdrepandi í heiminum á versta tíma ársins, í dimmum og köldum febrúar. Hátíðin er hugsuð sem mótvægi við bæjarhátíðina Hamingjudaga á Hólmavík sem haldin er á sumrin, hvað varðar umfjöllunarefni og efnistök. Hamingjudagar snúast meira um hið gleðilega og hamingjuríka í lífinu.

Fyrstu smit hinnar þrálátu kórónuveiru á Íslandi bar upp á sama tíma og Hörmungardagar voru haldnir í febrúar árið 2020. Það fór svo ekki framhjá neinum að landlæknir vor aflétti öllum almennum leiðindum eins og samkomu- og nálægðartakmörkunum, svo ekki sé minnst á grímuskylduna, á laugardegi Hamingjudaga árið 2021. 

Nú skal ekki sagt hvort tilmæli og galdramáttur Strandafólks berist alla leið suður í heilbrigðisráðuneytið  – það myndi teljast harla ósennilegt. Er það ekki annars? Strandir.is náði tali af tómstundafulltrúa Strandabyggðar, Estheri Ösp Valdimarsdóttur, sem játaði að þessar tímasetningar væru all sérstakar. „Mér finnst sennilegast að sóttvarnaryfirvöld líti til viðburða á Ströndum þegar kemur að tilslökunum,“ sagði hún aðspurð.  

Þá vitum við það! Við óskum öllu Strandafólki nær og fjær góðrar helgar og munum að fara varlega þrátt fyrir tilslakanir.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Útsýnið frá Malarhorni er einstakt: þar sést perla fjarðarins, Grímsey. Þaðan er hægt að fara í eyjuna, skoða lunda og fara á sjóstöng.
Nábrókin er smáhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina í Trékyllisvík í Árneshreppi. Mýrarbolti og fjárhústónleikar.
Kaldalónstónleikar og útgáfuhóf bókarinnar Minningarrit um Jón Hallfreð Ingvarsson verður í Dalbæ á Snæfjallaströnd um verslunarmannahelgina.
Starfsfólk Strandabyggðar er nú margt komið í sumarfrí eins og margur landinn. Hér er hægt að sjá sumarlokanir stofnana sveitarfélagsins.
Í gær voru veittar auknar strandveiðiheimildir sem þýðir að tryggt er að kvótinn klárist ekki á tímabilinu en sumarið hefur verið ótíðasamt.
Sögurölt safnanna í Dölum og á Ströndum halda áfram. Á fimmtudag kl. 20, verður rölt um Tungugröf á Ströndum. Öll eru hjartanlega velkomin.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up