Vilja víkka sjóndeildarhringinn með ungmennaskiptum

Skrifað af:

Ritstjórn

Frá Ungmennaþinginu. Mynd: Bára Örk Melsted

Ungmennaráð Strandabyggðar stóð fyrir ungmennaþingi á Hólmavík í vikunni í þeim tilgangi að undirbúa styrkumsókn fyrir ungmennaskipti.

Ungmennaþing var haldið í Strandabyggð sl. þriðjudag, 14. september, í Fjósinu sem er ungmennahús Strandabyggðar staðsett í Félagsheimilinu á Hólmavík. Umræðuefni þingsins var undirbúningur fyrir umsóknarferli fyrir styrk frá Erasmus+ til ungmennaskipta. Óli Örn Atlason frá æskulýðsteymi Erasmus+ á Íslandi kom og kynnti umsóknarferlið og sat fyrir svörum. Um 15 ungmenni sóttu þingið sem var skipulagt af Ungmennaráði Strandabyggðar. 

Tækifæri til að kynnast öðrum menningarheimum

Tilgangur ungmennaskipta eru að ungt fólk frá tveimur eða fleiri löndum kynnist menningu og lífi ungmenna í löndum hvors annars og ferðist þá til viðkomandi lands eða landa í 5-21 daga. Ungmennin í Strandabyggð hafa áhuga á að bera saman líf ungmenna í borg og sveit annars vegar á Íslandi og hinsvegar í öðru landi. Hugmyndir eru uppi um að hefja einnig samstarf við félagsmiðstöð eða ungmennasamtök á höfuðborgarsvæðinu ásamt samstarfi við erlend ungmennasamtök í sveit og í borg. 

Vilja víkka sjóndeildarhringinn

Verkefnið er samstarf Félagsmiðstöðvarinnar Ozon og Ungmennaráðs Strandabyggðar. Í Ungmennaráði sitja nú Valdimar Kolka Eiríksson formaður, Unnur Erna Viðarsdóttir, Jóhanna Rannveig Jónsdóttir, Marinó Helgi Sigurðsson og Þorsteinn Óli Viðarsson. 

Haldin hafa verið þrjú ungmennaþing á árinu og seinustu tvö þing voru tengd undirbúiningi fyrir Erasmus+ ungmennaskipti, þannig að verkefnið hefur verið á dagskrá um nokkurn tíma.

Þegar ungmennin voru spurð afhverju þau vilji skipuleggja ungmennaskipti, svöruðu þau að hvatinn væri að öðlast nýja reynslu, víkka sjóndeildarhringinn, kynnast nýju fólki og læra nýja hluti.

Sjá heimabyggð í nýju ljósi

Þá segir Esther Ösp Valdimarsdóttir, tómstundafulltrúi Strandabyggðar að hún hafi lengi leitað leiða hvernig væri hægt að gera meira fyrir ungmennin á svæðinu.

„Þetta er frábært tækifæri fyrir ungt fólk að taka fyrstu skrefin að kynnast nýrri menningu án þess að vera ferðamaður og sjá svo heimabyggð sína í nýju ljósi.“ segir Óli Örn Atlasson.  

Erasmus+ veitir margvíslega styrki til ungmennaverkefna í Evrópu sem miða að því að ungt fólk kynnist öðrum menningarheimum. Umsóknarfrestur er 5. október og áætlað er að ungmennaskiptin myndu eiga sér stað á komandi ári.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Þorgeir Pálsson ritari í stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða fer yfir stöðuna hvernig ferðasumarið 2021 var á Ströndum.
Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur flutti á Strandir frá Reykjavík og hefur fundið flestum áhugamálum sínum farveg í Hveravík þar sem hún býr.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.

Aðrar fréttir

Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.
Ekki var hægt að halda aðalfund í Leikfélagi Hólmavíkur vegna manneklu. Stjórnin biðlar til íbúa að taka höndum saman og mæta á aðalfund eftir viku.