Vetrarsól á Ströndum á næsta leiti

Skrifað af:

Ritstjórn

Vetrarsól á Ströndum. Mynd: FB Vetrarsól á Ströndum

Hæglætishátíðin Vetrarsól á Ströndum sem er menningar- og listahátíð verður haldin síðustu helgina í mánuðinum, 28.-30. janúar. Væntanlega fer hún að langmestu leyti fram í streymi á netinu. Dagskrá verður birt þegar nær dregur á Facebook-síðunni Vetrarsól á Ströndum.

Arnkatla – lista- og menningarfélag stendur fyrir hátíðinni og hún hefur fengið stuðning frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða. Stjórnarfólk í Arnkötlu er Dagrún Ósk Jónsdóttir, Dagrún Magnúsdóttir, Jón Jónsson, Guðlaug G.I. Bergsveinsdóttir og Esther Ösp Valdimarsdóttir. Það var hópur listafólks syðra sem stóð fyrir hátíðinni fyrstu árin, með aðstoð heimafólks. Þar voru og eru fremst í flokki Kristín Lárusdóttir og Svavar Knútur. Hlutverkin hafa snúist við á Covid-tímum og heimafólk tekið að sér stjórnun og fá góða aðstoð frá frumkvöðlunum.

Óskað eftir þátttakendum

Þau sem vilja vera með innlegg og atriði eru beðin um að hafa samband við aðstandendur hátíðarinnar sem fyrst. Ef meiri tíma þarf til undirbúnings, þá vill stjórn Arnkötlu benda á að hátíðin Hörmungardagar er líka framundan, síðustu helgi í febrúar. Starfsvæði Arnkötlu er allar Strandir og Reykhólahreppur að auki – þannig að atriði frá listafólki og menningarvitum á öllu svæðinu eru vel þegin.

Hafi fólk áhuga á að vera með atriði er hægt er að hafa samband við skipuleggjendur á Facebook-síðu hátíðarinnar eða Arnkötlu, tölvupósti: jonjonsson@hi.is eða síma: 831 4600.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Um áramótin urðu kaflaskil á Hólmavík þegar Café Riis fékk nýjan eiganda. Arkitektinn Guðrún Ásla Atladóttir hefur tekið við lyklunum.
Óskar Hafsteinn, kokkur, deilir með okkur uppskrift að spari eftirrétt, sítrónu tart, sem hann gerði m.a. í sveinsprófinu sínu.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.
Auglýst er eftir tilnefningum um íþróttamanneskju ársins 2021 í Strandabyggð. Öll sem vilja geta sent inn tilnefningu.