Vertu eldklár á þínu heimili!

Skrifað af:

Ritstjórn

Árlegt forvarnarátak HMS og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fór í gang 1. desember og mun átakið vara út desember.

HMS hefur unnið viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega þegar eldsvoði kom upp í íbúð í Mávahlíð árið 2019 og deilir hún lífsreynslu sinni með okkur til að efla umræðuna á sviði forvarna. Í viðtalinu er einnig rætt við slökkviliðsmennina sem unnu á vettvangi brunans þá Loft Þór Einarsson og Jón Þór Elíasson. Viðtalið má sjá hér að neðan og er einnig birt í heild sinni á vef HMS, facebook og Youtube rás Vertu eldklár.

Verum ELDKLÁR saman og uppfyllum atriðin á gátlistanum hér fyrir neðan:

  • Reyksynjara í öll herbergi
  • Heimilisfólk þekki flóttaleiðir út af heimilinu
  • Slökkvitæki eiga að vera staðsett við útgang og flóttaleiðir
  • Eldvarnateppi aðgengileg og sýnileg í eldhúsi

Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff

Sjá nánar um brunavarnir heimilisins á www.vertueldklar.is

Facebook síða Vertu eldklár: https://www.facebook.com/brunavarnaatak

Youtube rás Vertu eldklár:  https://www.youtube.com/channel/UC95zi3AdmM1l3OqzQIec5rQ

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Um áramótin urðu kaflaskil á Hólmavík þegar Café Riis fékk nýjan eiganda. Arkitektinn Guðrún Ásla Atladóttir hefur tekið við lyklunum.
Óskar Hafsteinn, kokkur, deilir með okkur uppskrift að spari eftirrétt, sítrónu tart, sem hann gerði m.a. í sveinsprófinu sínu.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Boðið verður upp á bólusetningar með Pfizer bóluefni gegn Covid-19 fyrir börn 5-11 ára á heilsugæslunni á Hólmavík föstudaginn 21. janúar nk.
Skíðafélag Strandamanna tók þátt í bikarmóti á Akureyri um helgina. Fjölmennasti ungmennahópur félagsins 13-16 ára á bikarmóti til þessa.
Auglýst er eftir tilnefningum um íþróttamanneskju ársins 2021 í Strandabyggð. Öll sem vilja geta sent inn tilnefningu.