Varðskip mun fjarlægja hvalhræin

Skrifað af:

Ritstjórn

Dauður grindhvalur í Melavík. Mynd: Bjarnheiður J Fossdal.

Varðskipið Þór mun sigla á Strandir í næstu viku og fjarlægja þau rúmlega fimmtíu grindhvalahræ sem legið hafa í fjörunum í Árneshreppi síðan síðastliðinn laugardag. Þetta kom fram hjá Fréttastofu RÚV í dag.

Áhöfnin í Þór mun taka hræin í skipið og sigla með þau út fyrir sjávarfallastrauma og henda þeim þar fyrir borð.

Fjörurnar sem hræin liggja í eru í einungis um 300 metra frá íbúðarhúsunum á Melum. Ef hvalhræ eru utan alfaraleiðar eru þau oft látin liggja og náttúran látin sjá um náttúrulegt niðurbrot en það var ekki boðlegt í þessu tilviki.

Sveitungum létt

Í samtali við RÚV sagði Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti í Árneshreppi, að stefnt sé að því að varðskipið komi á þriðjudag og að sveitungum sé mjög létt að lausn sé fundin á málinu.

Hvalina rak á land í Árneshreppi síðastliðinn laugardag og drápust þar. Síðan þá hefur verið leitað leita til þess að farga hræjunum, en þau liggja nú í fjöruborðinu og eru byrjuð að rotna.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Þorgeir Pálsson ritari í stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða fer yfir stöðuna hvernig ferðasumarið 2021 var á Ströndum.
Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur flutti á Strandir frá Reykjavík og hefur fundið flestum áhugamálum sínum farveg í Hveravík þar sem hún býr.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.

Aðrar fréttir

Daníel Haraldsson er nýr dýralæknir sem sinnir dýralæknaþjónustu á Ströndum, Reykhólum og í Dalabyggð. Daníel tók við 1. október síðastliðinn.
Nemendur í hagnýtri þjóðfræði halda málþing á Hólmavík um allskonar dýr og skepnur frá þjóðfræðilegu sjónarhorni
Samtökin '78 verða með umfangsmikla hinsegin fræðslu í grunn- og leikskólanum á Hólmavík 18.-19. október og félagsheimilinu fyrir alla íbúa.
Ekki var hægt að halda aðalfund í Leikfélagi Hólmavíkur vegna manneklu. Stjórnin biðlar til íbúa að taka höndum saman og mæta á aðalfund eftir viku.