Varðskip mun fjarlægja hvalhræin

Skrifað af:

Ritstjórn

Dauður grindhvalur í Melavík. Mynd: Bjarnheiður J Fossdal.

Varðskipið Þór mun sigla á Strandir í næstu viku og fjarlægja þau rúmlega fimmtíu grindhvalahræ sem legið hafa í fjörunum í Árneshreppi síðan síðastliðinn laugardag. Þetta kom fram hjá Fréttastofu RÚV í dag.

Áhöfnin í Þór mun taka hræin í skipið og sigla með þau út fyrir sjávarfallastrauma og henda þeim þar fyrir borð.

Fjörurnar sem hræin liggja í eru í einungis um 300 metra frá íbúðarhúsunum á Melum. Ef hvalhræ eru utan alfaraleiðar eru þau oft látin liggja og náttúran látin sjá um náttúrulegt niðurbrot en það var ekki boðlegt í þessu tilviki.

Sveitungum létt

Í samtali við RÚV sagði Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti í Árneshreppi, að stefnt sé að því að varðskipið komi á þriðjudag og að sveitungum sé mjög létt að lausn sé fundin á málinu.

Hvalina rak á land í Árneshreppi síðastliðinn laugardag og drápust þar. Síðan þá hefur verið leitað leita til þess að farga hræjunum, en þau liggja nú í fjöruborðinu og eru byrjuð að rotna.

Nýjustu fréttir og greinar

Sveitasíminn er nýtt hlaðvarp á Ströndum sem Sauðfjársetrið heldur úti í tilefni 20 ára afmælis safnsins um þessar mundir.
„Flokkur fólksins hefur barist með kjafti og klóm fyrir strandveiðum fyrir sjávarbyggðirnar. Fyrsta skrefið er að tryggja 48 veiðidaga á ári.“
Trékyllisheiðarhlaupið verður haldið öðru sinni nk. laugardag 13. ágúst. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti á morgun, miðvikudagskvöld 10. ágúst.
Hópur kvenna hafa komið af stað söfnun fyrir sjúkrabörum, spelkum og sjúkrakassa til að gefa staðarhöldurum í Reykjarfirði á Hornströndum.

Mest lesið í vikunni

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Aðrar fréttir

Sveitasíminn er nýtt hlaðvarp á Ströndum sem Sauðfjársetrið heldur úti í tilefni 20 ára afmælis safnsins um þessar mundir.
„Flokkur fólksins hefur barist með kjafti og klóm fyrir strandveiðum fyrir sjávarbyggðirnar. Fyrsta skrefið er að tryggja 48 veiðidaga á ári.“
Trékyllisheiðarhlaupið verður haldið öðru sinni nk. laugardag 13. ágúst. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti á morgun, miðvikudagskvöld 10. ágúst.
Hópur kvenna hafa komið af stað söfnun fyrir sjúkrabörum, spelkum og sjúkrakassa til að gefa staðarhöldurum í Reykjarfirði á Hornströndum.