Úthlutun úr Frumkvæðissjóði Sterkra Stranda

Skrifað af:

Ritstjórn

Frá íbúafundi í Strandabyggð 2020. Mynd: KÞH

Nú hefur verið úthlutað úr Frumkvæðissjóði Sterkra Stranda. Sterkar Strandir er byggðaþróunarverkefni í Strandabyggð sem rekið er undir merkjum Brothættra byggða og hefur það meginmarkmið að stöðva viðvarandi fólksfækkun. Brothættar byggðir er ein af aðgerðum Byggðaáætlunar 2020-2024.

Auglýst var eftir umsóknum 10. febrúar 2021 og umsóknarfrestur rann út 10. mars 2021. Alls voru að þessu sinni til úthlutunar kr. 7.270.000 kr.

Sótt um rúmlega 32 milljónir

„Alls bárust 31 umsókn um styrki. Heildarfjárhæð styrkumsókna nam kr. 32.299.328 kr. en til ráðstöfunar voru, sem fyrr segir, 7.270.000 kr. Fjöldi góðra umsókna barst en ekki var hægt að úthluta styrkfé til allra verkefna að þessu sinni þar sem heildarupphæð umsókna var mun hærri en það fé sem til úthlutunar var.“ kemur fram í tilkynningu á vef Vestfjarðastofu í dag.

Þar kemur einnig fram að verkefnisstjórn Sterkra Stranda hafi samþykkt þessa styrkveitingu á fundi sínum þann 8. apríl sl. og að vanhæfnisreglna hafi verið gætt í hvívetna í ferlinu öllu.

Verkefnin eru mjög fjölbreytt og spennandi verður að fylgjast með framkvæmd þeirra. Fjölmörg þeirra verkefna sem fengu styrk eru verkefni sem rædd voru á íbúaþingi Strandabyggðar í júní 2020, sjá samantekt af íbúaþingi.
Strandir.is óskar styrkþegum innilega til hamingju!

Styrkþegar og verkefni 2021:

UmsækjandiVerkefni Úthlutað
Ágúst Óskar VilhjálmssonKrabbaveiðar frá Hólmavík1.000.000 kr
Café RiisÚtisvæði við Café Riis650.000 kr
Aleksandar KuzmanicHólmavík öl – viðskiptaáætlun600.000 kr
Golfklúbbur HólmavíkurUppbygging golfvallar600.000 kr
NáttúrubarnaskólinnNáttúrubarnahátíð 2021600.000 kr
Skíðafélag StrandamannaUppbygging á Skíðasvæði í Selárdal600.000 kr
Bjarni ÞórissonSjóíþróttafélag í Steingrímsfirði500.000 kr
Hafdís SturlaugsdóttirHúsavíkurbúið – tækjakaup500.000 kr
Arnkatla – lista- og menningarfélagSkúlptúraslóð – annar áfangi400.000 kr
Rannsóknasetur HÍ á StröndumÚttekt um héraðsskjalasafn400.000 kr
KyrrðarkrafturSkrifstofuaðstaða fyrir verkefnastjóra350.000 kr
Sauðfjársetur á StröndumÁlagablettir300.000 kr
Leikfélag HólmavíkurLeikfélag í 40 ár270.000 kr
Bador slf.Laupur – Setur íslenska hrafnsins – fýsileikakönnun250.000 kr
Arnkatla – lista- og menningarfélagAllra veðra von – sirkussýning og -smiðja250.000 kr
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Nýlega var endurhleðslusetrið Kyrrðarkraftur stofnað á Ströndum. Kristín hitti Esther Ösp og fékk að heyra um markmið og áherslur setursins.
Sveitarstjórn Strandabyggðar staðfesti formlega uppsögn sveitarstjóra, Þorgeirs Pálssonar á aukafundi í dag og gaf út yfirlýsingu um málið.
Sauðburður hafinn, blóm blómstra og farfuglar byrjaðir að verpa. Í Heygarðshorninu fer Hafdís í Húsavík yfir bændamálefni líðandi stundar.
Finnur Ólafsson er oddviti Kaldrananeshrepps, ræktar kirsuber og vinnur á fiskmarkaði Hólmavíkur. Kristín hitti Finn á bryggjunni á Hólmavík.
Skólaþing er haldið í Strandabyggð á morgun. Markmiðið er að leyfa fólki að koma á framfæri hugmyndum sínum um gott og öflugt skólastarf.
Nemandi í Grunnskóla Drangsness fékk sérstaka viðurkenningu fyrir handrit sitt í handritasamkeppni Árnastofnunar.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up