Urðartindur: „Fólk drekkur í sig umhverfið og kemur ár eftir ár“

Skrifað af:

Guðbjörg Guðmundsdóttir

Urðartindur í Árneshreppi. Mynd: Guðbjörg Guðmundsdóttir

Við gistihúsið Urðartind í Norðurfirði hefur verið bætt við fjórum glæsilegum herbergjum enda er ekki vanþörf á. Mikil eftirspurn hefur verið eftir gistingu í Norðurfirði í sumar.  

„Við erum með boðsgesti í nýju herbergjunum núna,“ segir Arinbjörn Bernharðsson sem rekur ferðaþjónustuna Urðartind ásamt konu sinni Sigríði Birnu Magnúsdóttur. „Við byrjum svo að taka við pöntunum á næsta ári.“ Hann segir möguleika vera á fjórum öðrum slíkum herbergjum með sameiginlegri eldunaraðstöðu og móttöku og hugurinn standi til þess að láta byggja þann áfanga áður en langt um líður.

Nýju herbergin á Urðartindi. Mynd: Guðbjörg Guðmundsdóttir

Flóknara að fá leyfi en að byggja

„Það er markaður fyrir þetta, það er nokkuð ljóst. Það er búið að vera brjálað að gera hjá okkur í sumar og færri hafa komist að en vilja. Við erum stödd í reglugerðarferli núna. Það er meira mál að fá öll leyfin átta sem til þarf en að byggja,“ segir Arinbjörn.

Með nýju herbergjunum fjórum er gisting fyrir allt að 24 gesti á Urðartindi. Gistiheimilið er opið út september og opnar að nýju í maí. Auk upphaflega hússins sem er á tveimur hæðum, og nýju viðbyggingarinnar, er boðið upp á gistingu í tveimur sumarhúsum. Öll gistirýmin eru með sér baðherbergi. Jafnframt er tjaldstæði fyrir framan húsið.

Það er glæsilegt útsýni frá Urðartindi út fjörðinn. Mynd: Guðbjörg Guðmundsdóttir

Sækja í náttúruna

Urðartindur er við botn fjarðarins og stendur nálægt fjörunni en það eru gestir duglegir að nýta sér og fjöruferðir eru afar vinsælar meðal gesta. „Fólk drekkur í sig umhverfið og kemur ár eftir ár enda gott að vera hér og hlaða batteríin. Hér er fallegt og tilkomumikið umhverfi, Krossneslaug, gönguleiðir, siglingar og fleira. Svo er alltaf jafn vinsælt að fara niður í fjöruna sem er hérna rétt fyrir framan húsið, hinum megin við veginn.“

Það er alltaf jafn vinsælt að fara niður í fjöruna. Mynd: Guðbjörg Guðmundsdóttir
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.
Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Skúla Gautason.

Aðrar fréttir

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.