Upplifum ævintýrin saman: Símalaus Sunnudagur

Skrifað af:

Ritstjórn

Upplifum ævintýrin saman - Símalaus Sunnudagur. Mynd: Barnaheill

Upplifum ævintýrin saman er heitið á áskorun Barnaheilla til landsfólks sem felst í því að fólk leggi símana frá sér í 12 klukkustundir nk. sunnudag. Átakinu er ætlað að vekja foreldra og annað fullorðið fólk til umhugsunar um snjalltækjanotkun innan heimilisins og þau áhrif sem tækin geta haft á samverustundir fjölskyldunnar. Ritstýra nýtir tækifærið og lítur í eigin barm.

Skuggahliðar á tækninni

Á vef Barnaheilla segir: „Snjallsímar og önnur snjalltæki eru skemmtileg og gagnleg tæki sem hafa umbylt því hvernig við eigum í samskiptum, nálgumst upplýsingar og verjum tíma okkar. Í mörgum tilvikum eru áhrif tækninnar jákvæð og sniðug en einnig hefur verið bent á skuggahliðar hennar. Óhófleg notkun á snjalltækjum getur meðal annars haft áhrif á samskipti innan fjölskyldunnar – samskiptin og nándin minnka því það er eitthvað annað sem stelur athyglinni.“

Naflaskoðun ritstýru

Ritstýra viðurkennir hér fúslega að hún sé líklegast háð símanum sínum. Allskonar afsakanir streyma í hugann: Ég borga allt með símanum, ég er með mikinn athyglisbrest og allar áminningar eru í símanum, tilkynningar vegna vinnu, samskipti við fólk, skoða opnunartíma og þjónustu-upplýsingar þegar ég er úti; listinn er lengri. En mér verður hugsað til baka og man að lengi vel tók ég reglulega tímabil án snjallsíma, ástæðan aðallega sú að ég var oft með ódýra lélega snjallsíma sem gáfu reglulega upp öndina. Ég lifði það alltaf af. Ef ég hugsa lengra aftur þá var enginn snjallsími, fara á netið krafðist þess að tengja löngu símasnúruna og drösla henni inn í herbergi og óvirkja heimasímann á meðan, svo hálftími – klukkutími á dag var net-tíminn. Að ótöldum skiptum heima á Ströndum þar sem rafmagnið fór alveg. Svo lengra aftur í tímann, ekkert net. Mér lifaðra fólk þekkir það mun betur. Ég man ekki eftir að okkur hafi leiðst áður. Ég man hinsvegar eftir að hafa verið duglegri að gera fjölbreyttari hluti í frístundum áður en síminn minn fór að vera blikkandi, titrandi og pípandi, leiðarljós daga minna.

Ég ætla allavega að taka áskoruninni. Leggja símanum á sunnudaginn, dusta rykið af kortinu mínu og rifja upp pin-ið ef ég skyldi þurfa að borga fyrir eitthvað. Skoða daginn áður hvort það séu mikilvægar áminningar og skrifa þær hjá mér ef þörf krefur. Svo ætla ég að njóta dagsins, alveg í núinu. Kannski verður þetta til þess að ég geti endurmetið hversu mikið ég þurfi raunverulega að hafa símann á mér, eða allavega uppi við. Ég hvet Strandafólk til að íhuga að gera slíkt hið sama, hvort sem þið eruð að einhverju leyti háð símanum eins og ég eða ekki (ég sé fyrir mér jafnvel síma-, tölvu-, og sjónvarpslausan dag) – nýtum tækifærið og gerum okkur einstakan dagamun. Njótum núsins.

Leggjum frá okkur símana frá kl. 9-21

Sunnudaginn 15. nóvember hvetja Barnaheill landsmenn til að leggja frá sér símann og önnur snjalltæki í 12 klukkustundir (klukkan 9-21). Með uppátækinu viljum við vekja foreldra og annað fullorðið fólk til umhugsunar um snjalltækjanotkun innan heimilisins og þau áhrif sem tækin geta haft á samverustundir fjölskyldunnar.

Yfirskrift átaksins er: „Upplifum ævintýrin saman“ til að minna okkur á þau ævintýri sem geta falist í samverustundum foreldra og barna þegar síminn er hvíldur um stund.

Hægt er að skrá sig til leiks á www.simalaus.is og taka áskorun Barnaheilla. Allir þátttakendur eiga möguleika á að vinna fjölbreytta og fjölskylduvæna útdráttarvinninga og fá auk þess nokkur góð ráð send laugardaginn 14. nóvember.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Matkrókurinn kynnir matgæðinga á Ströndum sem deila uppáhalds uppskriftunum sínum. Helga Gunnarsdóttir deilir jarðarberja- og Baileys tertu.
Eiríkur Valdimarsson er ekki veðurfræðingur en hann hefur lengi velt fyrir sér alþýðlegum veðurspám. Kristín okkar ræddi við Eirík um veðrið.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.

Aðrar fréttir

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.
Einvalalið vestfirsks tónlistarfólks hefur tekið höndum saman og mun bjóða upp á jólatónleika á Hólmavík, Tálknafirði og Ísafirði í desember.