Ungmennaþing í Strandabyggð

Skrifað af:

Unnur Erna VIðarsdóttir

Frá ungmennaþingi í september sl. Mynd: Esther Ösp Valdimarsdóttir

Nýtt ungmennaráð verður kosið á Ungmennaþingi í dag þriðjudaginn 2. nóvember í Hnyðju á Hólmavík. Þingið hefst kl. 17:00 og eru öll ungmenni í Strandabyggð hvött til að mæta og koma sínum hugmyndum á framfæri. Unnur Erna Viðarsdóttir skrifar hér um helstu verkefni ungmennaráðs en hún hefur verið í ráðinu undanfarin ár.

Samstarf við félagsmiðstöðina um ungmennaskipti

Það sem að ungmennaráðið hefur nýlega verið að gera er að vinna í samstarfi með Ozon að skrifa umsókn fyrir styrk frá Erasmus+ til að fara í ungmennaskipti við ungmenni í Ítalíu. Þetta er mjög skemmtilegt og krefjandi verkefni sem við erum öll mjög spennt fyrir. Ef að við fáum styrkinn þá erum við líklega að fara í ungmennaskiptin í vor 2022 Hér er hægt að sjá upplýsingar um ungmennaskipti og hvernig þau virka

Fara yfir markmið Sterkra Stranda

Við erum búin að vinna í markmiðum frá Sterkum Ströndum, ræðum um hvað okkur finnst og hvernig okkur finnst best að framkvæma markmiðin. Við erum búin að fara yfir öll markmiðin og við ákváðum hvaða markmið eru mikilvægust að ræða fyrst og svo næst mikilvægustu o.s.frv. 

Áheyrnarfulltrúar í nefndum Strandabyggðar

Aðilar í ungmennaráðinu sitja einnig sem áheyrnafulltrúar á fundum hjá nefndum Strandabyggðar. Hver aðili ungmennaráðs velur sér hvaða nefnd þeir vilja sitja við og fá þá boð á fundina. Við sem sitjum á fundum megum koma með okkar tillögur og segja hvað okkur finnst allan tímann. Það er mjög gott að fá að heyra hvað unga fólkið hefur að segja um málefnin.

Frá ungmennaþingi í febrúar 2021. Mynd: Esther Ösp Valdimarsdóttir

Hugmyndir til að bæta sveitarfélagið

Einnig erum við að funda um okkar eigin málefni, við erum komin með allskonar hugmyndir fyrir alla í Strandabyggð eins og t.d. að fá net á fótboltavöllinn á skólalóðinni, fá kynlausann klefa í íþróttamiðstöðina, gera hluti eins og hafa jólabingó og allskonar fleiri hluti. Við erum mjög virk að koma með fullt af hugmyndum og höfum það mjög skemmtilegt á fundum.

Tækifæri til að hafa áhrif og koma hugmyndum sínum á framfæri

Á þinginu í dag verður kosið í nýtt ráð, 3 aðalmenn og 5 varamenn. Það verða veitingar og einnig erum við að fara í einhverja leiki öll saman og hafa gaman. Við hvetjum öll ungmenni í Strandabyggð til að mæta á ungmennaþingið og jafnvel bjóða sig fram í ráðið. Þetta er mjög gott tækifæri fyrir öll ungmenni til að koma sínum hugmyndum fyrir Strandabyggð á framfæri og hafa áhrif. Það er mjög mikilvægt fyrir öll ungmenni í Strandabyggð að koma með hugmyndir og tillögur til að betrumbæta sveitarfélagið okkar sem við búum öll í. 

Hér má skoða viðburðinn um Ungmennaþingið í dag

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Matkrókurinn kynnir matgæðinga á Ströndum sem deila uppáhalds uppskriftunum sínum. Helga Gunnarsdóttir deilir jarðarberja- og Baileys tertu.
Eiríkur Valdimarsson er ekki veðurfræðingur en hann hefur lengi velt fyrir sér alþýðlegum veðurspám. Kristín okkar ræddi við Eirík um veðrið.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.

Aðrar fréttir

Jólamarkaður verður í Hveravík í dag, laugardaginn 4. des. Markaðurinn stendur frá 13-17 og þar verður ýmislegt fallegt og girnilegt til sölu.
Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega í eldsvoða árið 2019. Hún deilir reynslu sinni til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Barnakór Strandabyggðar gefur út nýtt jólalag eftir kórstjórnandann Braga Þór Valsson. Þetta er í þriðja sinn sem kórinn gefur út jólalag.
Einvalalið vestfirsks tónlistarfólks hefur tekið höndum saman og mun bjóða upp á jólatónleika á Hólmavík, Tálknafirði og Ísafirði í desember.