Tvö ný bistro opnuð á Hólmavík

Skrifað af:

Ritstjórn

Petra Ivančica og Aleksandar Kuzmanic í Bistro 510. Mynd: Ásta Þórisdóttir

Tvö ný bistro opnuðu síðastliðinn laugardag á Hólmavík. Annars vegar Bistro 510 sem er staðsett í söluvagni og Bistro Gistihúss Hólmavíkur. Á Hólmavík hafa einungis verið 3 staðir sem bjóða upp á veitingar. Fyrir eru Café Riis sem er sumarrekið veitingahús með fjölbreyttan matseðil og Restaurant Galdur sem er opið allt árið og býður upp á bæði mat og kaffimeðlæti. Þá er Krambúðin einnig með grill þar sem boðið er upp á skyndibitamat og smárétti. Nýju bistróin eru talsverð viðbót við veitingaflóruna á Hólmavík.

Bistro 510

Petra Ivanc og Aleksandar Kuzmanic eru par frá Króatíu en þau hafa unnið á svæðinu í nokkur ár, voru 2 sumur á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði og eitt á Reykhólum en hafa nú búið á Hólmavík í 2 ár og bæta við að það sé einfaldlega besti staðurinn til að vera á og ætla að eiga heima þar áfram. Þau fengu hugmyndina út frá augljósri þörf að bjóða ferðamönnum upp á veitingar þegar aðrir staðir væru lokaðir og sérstaklega morgunmat en Bistro 510 opnar kl. 8 á morgnanna og er opið til 13 og svo aftur kl. 17-22. Þau eru staðsett við tjaldsvæðið á Hólmavík og þar er einnig Félagsheimilið og íþróttamiðstöðin með sundlaugum og pottum. Alex eins og hann er kallaður, er með menntun í hótel- og veitingareksti sem nýtist vel þó staðurinn sé smár. Þau sérhæfa sig í crepes eða þunnum pönnukökum með ýmsum fyllingum, bæði sætum og ósætum. Frá Króatíu þekkja þau vel crepes en þar eru sambærilegar pönnukökur kallaðar Palačinke.

Þetta er ekki bara spurning um að grípa túrismann, þau eru líka að hugsa um gæði og bjóða upp á ekta belgískt súkkulaði og eru með hágæða hráefni í öllu. Einnig selja þau pulsur, ís og kaffi. Þau eru ágætlega bjartsýn á ferðasumarið og ætla að hafa opið alla daga nema þriðjudaga, þá er lokað. Veitingarnar má borða úti eða taka með heim í tjald eða hús og eru þær afgreiddar í plastlausar umbúðir. Bistro 510 er með facebook síðu þar sem finna má nánari upplýsingar um matseðil, verð og opnunartíma. Bistro 510 á Facebook.

Einn af fyrstu viðskiptavinum Bistro 510 var Tyler Wacker sem er líklegast fyrsti hjólaferðalangur Stranda þetta sumarið. Tyler er að hjóla nýju Vestfjarðaleiðina og skrifa um það. Hægt er að fylgjast með ferðum Tyler hér á Instagram.

Tyler pantaði sér crepe á Bistro 510. Mynd: Ásta Þórisdóttir

Bistro Gistihúss Hólmavíkur

Gistihús Hólmavíkur opnaði einnig bistro/kaffihús í gær. Þráinn Ingimundarson eigandi hefur verið ötull að gera upp gömul hús á Hólmavík en Gistihúsið er einmitt staðsett í Gunnarshúsi, einnig kallað Viðeyjarhús, sem hann gerði upp og opnaði gistihúsið í 2019. Nú er hann í miðjum klíðum að gera upp húsið við hliðina sem gengur undir nafninu Jónshús eða Kristjánsborgarhöll. Hann ætlaði að opna bistro í fyrra en covid setti strik í reikninginn en nú er hann bara bjartsýnn eins og alltaf og telur að þetta fari vel með öðrum rekstri hjá sér.

Þráinn og Rachid á Gistihúsi Hólmavíkur. Mynd: Ásta Þórisdóttir

Gistihús Hólmavíkur býður upp á notalega veitingastofu á annarri hæð hússins og frábæran útipall þar sem má sitja og horfa út á höfnina í Hólmavíkurlogninu, svona svalaskoðun eins og hann segir. Þráinn er búinn að ráða starfsmann í eldhúsið, hann Rachid frá Marokkó sem er nýr íbúi sem ætlar að setjast að á Hólmavík. Þráinn segir að hann sé að þróa þetta hægt og rólega. Hann byrjar með kaffi og kaffimeðlæti og er með íslenska kjötsúpu fasta á matseðli en fleiri réttir gætu bæst við eftir því sem fram vindur. Bistro Gistihúss Hólmavíkur er opið daglega í sumar kl. 14 – 18. Gistihús Hólmavíkur á Facebook.

Rachid starfar í eldhúsinu og ætlar að setjast að á Hólmavík. Mynd Ásta Þórisdóttir
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið í vikunni

Nýjustu fréttir og greinar

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.
Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Skúla Gautason.

Aðrar fréttir

Nemendur Grunnskólans á Drangsnesi seldu uppskeru sína úr skólagróðurhúsinu til að safna fyrir skólaferðalagi næsta vor.
Sigurlaug Gísladóttir, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi mætti í Strandavarpið og ræddi við Sigurð Líndal.
Hafgustur ehf, ný útgerð á Hólmavík, hlaut þriggja milljóna króna styrk úr Matvælasjóði til veiða og fullvinnslu á grjótkrabba.