Torfið komið af

Skrifað af:

Ritstjórn

Kotbýli kuklarans
Torfið tekið af Kotbýli kuklarans. Mynd: aðsend

Í síðustu viku óskaði Galdrasýningin eftir sjálfboðaliðum til þess að aðstoða við að gera upp Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði. Fjöldinn allur af vöskum sjálfboðaliðum mætti um helgina og á laugardaginn sl. vann hópur af harðduglegu fólki við að taka torfið af þakinu á Kotbýlinu.

„Veðrið var ljómandi gott og það myndaðist góð stemmning hjá hópnum. Svo var haldin veisla fyrir sjálfboðaliðana um kvöldið á Hótel Laugarhóli með Eurovision partýi á eftir.“ segir Anna Björg Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Galdrasýningarinnar.

Sjálfboðaliðar á laugardeginum. Frá vinstri: Finnur Ólafsson, Anna Björg Þórarinsdóttir, Ágúst Guðmundsson, Alexander Kuzmanic, Jamie Lee, Quentin Monnier, Magnús Rafnsson, Leifur Hauksson, Einar Unnsteinsson, Kristján Þórarinsson, Þóra Björg Hallgrímsdóttir, Guðmundur Jónsson, Gústav Þór Kristjánsson, Tjörvi Einarsson, Sveinn Þórarinsson, Haukur Sigvaldason og Ólafur Ingimundarson. Sjálfboðaliðinn Guðbjörg Guðmundsdóttir tók myndina.

Kotbýli kuklarans hefur verið lokað fyrir almenningi seinustu tvö ár vegna hættu á að þakið myndi hrynja. Viðgerðirnar munu standa yfir í allt sumar og næsta verkefni er að lagfæra timburgrindina sem er byrjuð að gefa sig og síðan verður tyrft yfir á ný og sýningin endurnýjuð. Galdrasýningin fékk styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða í þessar framkvæmdir og stefnt er að því að verkið klárist í sumar.

„Sjálfboðaliðarnir sem unnu að fyrsta verkþættinum fá okkar allra bestu þakkir fyrir dýrmæta aðstoð og velvilja.“ segir Anna Björg að lokum.

Kotbýli kuklarans
Torfið tekið af Kotbýli kuklarans. Mynd: aðsend
Kotbýli kuklarans
Sjálfboðaliðar skrafa um framkvæmdir. Mynd: aðsend
Kotbýli kuklarans
Kotbýli kuklarans var orðið heldur hrörlegt. Mynd: aðsend
Kotbýli kuklarans framkvæmdir
Margar hendur vinna létt verk. Mynd: aðsend
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest
Share on email

Þín auglýsing hér?

Hafðu samband
auglysingar@strandir.is

Mest lesið

Nýjast

Strandir.is opnaði í dag nýja vefverslun, Kvaka. Kvaka selur hönnun og handverk, þar sem ýmist hönnuðirnir og/eða hráefnið er af Ströndum.
17. júní á Ströndum verður líklega frekar svalur en það mun ekki aftra fóllki frá að skreppa af bæ. Hér er dagskrá þjóðhátíðardagsins.
Listi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi var samþykktur í gær. Í 9. sæti listans er öflug Strandakona.
Auglýst er eftir umsóknum í Lóuna, menningarverðlaun Strandabyggðar. Frestur til tilnefninga hefur verið framlengdur til hádegis 14. júní.
Norðanátt í maí og þurrkar en blóm að blómstra og vorverkin að hefjast. Heygarðshornið fjallar um málefni líðandi stundar í bændasamfélaginu.
Tvö ný bistro opnuðu sama dag á Hólmavík. Bistro 510 sem er staðsett í söluvagni við tjaldsvæðið og Bistro Gistihúss Hólmavíkur.

Aðrar fréttir

Strandir.is er fyrst og fremst vefur alls Strandafólks en einnig fyrir ferðafólk og aðra velunnara sem upplýsinga- og fréttamiðill.
Jón Geir Ásgeirsson, skipstjóri Strandferða segir að sumarið líti vel út og að nú þegar sé talsvert búið að bóka ferðir hjá þeim.
Kyrrðarkraftur er nýtt endurhleðslusetur á Hólmavík fyrir fólk sem vill byggja sig upp og temja sér jákvætt hegðunarmunstur.
Nú um páskana hefjast framkvæmdir að nýju við Krossneslaug í Árneshreppi en verið er að stórbæta aðstöðu við laugina.
Scroll Up